Foreldrablaðið - 15.12.1941, Blaðsíða 13
FORELDRABLAÐIÐ
13
Safnast
þegar saman kemur
Víða erlendis eru starfræktir við
barnaskólana nokkurs konar sparisjóðir,
er taka til geymslu og ávöxtunar aura
þá, er börnunum áskotnast. Kemur þá
oft í ljös að það er laglegur skildingur,
er ýms börn eignast yfir árið, bæði það
sem þau vinna fyrir og það sem þeim er
gefið. Þykja sjóðir þessir hafa hvort
tveggja í senn, mikla uþpeldislega þýð-
ingu og hagnýtt gildi.
Það liggur í augum uppi, að skaðlegt
hvílík óþægindi af því leiddu, ef sumt
heimilisfólkið tíndist að matborðinu
eftir matmálstíma, eða einstaka nem-
endur í kennslustund eftir að kennsla
væri hafin.
Ég hefi ekki tekið þetta mál til at-
hugunar beinlínis af því, að óstundvísi
við barnaskólann hér sé meiri en al-
mennt gerist, Ástæðan er öllu fremur
sú, að óstundvísi er hættuleg allri reglu-
semi, eykur hirðuleysi og spillir félags-
áhuga og árangri. Það er því augljóst
mál, að almennt þarf hér umbóta við,
og spakmælið segir: Á skal að ósi
stemma. Bersýnilega kemur því í hlut
heimilanna að leggja undirstöðuna strax
í bernsku hvers einstaklings, því lengi
býr að fyrstu gerð. Þegar börnin komast
á skólaskyldualdur, byggja heimili og
skóli í sameiningu á þeirri undirstöðu,
sem þegar hefur verið lögð og er þá
brýn þörf góðrar samvinnu, því að það
skal vanda, sem lengi á að standa, og
endast allt lífið, sem snar þáttur alls
siðgæðis.
Guðjón Hallgrímsson.
getur reynzt að börn hafi oft peninga
handa milli, ef eigi er annað og hærra
markmið en kaupa fyrir þá sælgæti, svo
sem of algengt er. En það er bæði heilsu-
spillandi og getur verið fyrsti vísirinn að
nautnasýki og eyðslusemi, er síðar á
lífsleiðinni geta haft örlagaríkar afleið-
ingar.
Með starfrækslu þessara sparisjóða er
hins vegar unnið að því, að glæða skiln-
ing barnanna á nytsömu gildi peninga
og fjármuna, brugðið upp mynd af á-
kveðnu takmarki, nálægu eða fjarlægu,
til að keppa að, sem hægt er að ná með
nokkurri sjálfsafneitun og ástundun.
Takmarkið getur svo ýmist verið sam-
eiginlegt fyrir ákveðinn hóp skólabarna,
t. d. einn bekk skólans, svo sem lengra
eða skemmra ferðalag að loknu námi,
eða bundið við hvern einstakling, er þá
safnar aurum sínum í einhverju sér-
stöku augnamiði, t. d. til bókakaupa, til
kaupa á reiðhjóli o. s. frv. Loks getur
svo sjóðmyndunin sjálf verið takmark,
þar sem barninu er gert skiljanlegt, að
með söfnun og geymslu^peninga sinna
eignist það fjárfúlgu, er það við burtför
úr barnaskólanum fái greidda til eigin
afnota, í samráði við foreldra eða aðra
vandamenn, eftir því sem óskir og þarf-
ir barnsins þá eru.
Út af fyrir sig skiptir ekki öllu máli í
hvaða tilgangi barnið safnar saman
aurum sínum og geymir, í stað þess að
eyða þeim jafn óðum og það eignast þá,
oft og tíðum fyrir einskis verða eða jafn.
vel skaðlega hluti. Hins vegar verður
börnunum þetta skiljanlegra og þau
leggja betur fram krafta sína, ef keppt
er að einhverju takmarki, svo sem áður
er að vikið.
Við barnaskólann hér á Akranesi hefir