Foreldrablaðið - 15.12.1941, Blaðsíða 6

Foreldrablaðið - 15.12.1941, Blaðsíða 6
6 FORELDRABLAÐIÐ er stýrir gjörðum móðurinnar í upp- eldisstarfinu, megnar eigi ætíð að blása henni í brjóst hinu rétta. „Menn erum vér sem þér,“ kvað post- ulinn Páll forðum. Með þeim mæli- kvarða ætti og heimili og skóli að meta hvort annað. Þetta litla blað, sem nú í fyrsta sinn berst ykkur Akurnesingum í hendur, á að vera boðberi frá skólanum til heim- ilanna. Blaðið á að verða hin útrétta hönd skólans til heimilanna. Hönd, sem er fús til samvinnu. Hönd, sem vill leiðbeina, sé hún þess megnug. Hönd, sem fyrst og fremst telur hlut- verk sitt vera að mæta heimilunum með hlýju taki samúðar og skilnings, svo að hin nýja kynslóð fái sem staðbeztan og ríkulegastan arf. Arf, er hún á þroska- árum fái þakkað og metið. Þá er hinn kunni þýzki biskup, Mar- tin Niemúller, sér allar borgir brotnar að lokinni síðustu heimsstyrjöld, þá verður niðurstaða heilabrota hans þessi: „Mér var orðið ljóst, að endurfæðing þjóðarinnar hlaut að verða fyrir atbeina algjörs afturhvarfs til siðgæðis og sið- ferðisþroska. Örlög þjóðarinnar í fram- tíðinni voru algjörlega komin undir fjölskyldunni, skólanum og kirkjunni, sem eru gróandstaðir skapandi lífsafla með hverri þjóð.“ Munu ekki þessi orð eiga erindi til mannkynsins og hverrar einstakrar þjóðar einmitt í dag? Þarf hin íslenzka þjóð eigi nú fremur en nokkru sinni fyr að gjöra sér ljóst, hvar „gróand- staðir skapandi lífsafla“ hverrar mannssálar liggja? Er nokkur annar vegur til að varðveita hin sönnu verð- mæti lífsins en einmitt sá, að þessir Yngstu nemendurnir Ein merkasta nýung fræðslulaganna nýju, sem samþykkt voru 1936, var nið- urfærsla skólaskyldunnar. Tveimur ár- um áður en lögin gengu í gildi, hafði skólaskyldan hér á Akranesi verið færð niður úr 10 ára aldri í 7 ára aldur. Einn- ig hafði námstími barnanna verið lengd- ur úr 6 starfsmánuðum árlega í 7 mán- uði. En með áðurnefndum lögum eru skólaskyldur bundnar við 1. maí árið sem -börnin verða 7 ára. Síðan byrjar skólinn aftur 1. september og lýkur síð- asta maí, til 10 ára aldurs. Niðurfærslan nemur því tveimur starfsmánuðum ár- lega frá því, sem orðið var hér. Það má því segja, að hinir ráðanadi menn þessa skólahéraðs hafi verið nokkuð á veg komnir, að starfrækja hin nýju lög, að þessu leyti, áður en þau voru staðfest. Áður en þessar breytingar hófust komu börnin í skólann 10 ára gömul, og áttu þá að hefja alhliða nám. Ætlast var til, að heimilin hefðu þá séð þeim fyrir und- irbúningsnámi í lestri, skrift og reikn- ingi, Þessi kennsla heimilanna var jafn „gróandstaðir“ leitist við að bæta hver annan upp með lifandi samstarfi. samúð og skilningi? Foreldrablaðinu er ætlað að verða einn hlekkur, örsmár að vísu, í þeirri keðju, sem þarf og á að verða svo sterk, að takast megi að forða hinni ís- lenzku þjóð frá að hníga í djúp lasta, siðleysis og hvers konar úrkynjunar. Svafa Þórleifsdóttir.

x

Foreldrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Foreldrablaðið
https://timarit.is/publication/1825

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.