Foreldrablaðið - 15.12.1941, Blaðsíða 15
FORELDRABLAÐIÐ
15
Er nauðsynin því meiri, sem fleira er
fólkið. Eitt af framtíðarmálum Akra-
ness hlýtur því að verða, að koma upp
skóla fyrir ungmenni sín, gagnfræða-
skóla, er geti tekið við þar, er barna-
skólinn hættir. Sjálfsagt tel ég, að slík-
ur skóli taki til starfa svo fljótt, er
verða má, þar eð lög heimila stofnun
gagnfræðaskóla hér þegar á næsta ári.
Hins vegar geta orðið nokkrir örðug-
leikar á með húsakynni handa skólan-
um, þótt vera kynni, að einhvers stað-
ar væri fáanlegt leiguhúsnæði til að
byrja með. Þó verður að hugsa svo hátt
í máli þessu, að hús fyrir gagnfræða-
skóla verði hér byggt áður en langir
tímar líða.
Til er lítill sjóður, sem er byrjun að
húsbyggingarsjóði fyrir ungmenna-
skóla, sem vitanlega yrði gagnfræða-
skóli. Er sjóður þessi þannig stofnaður,
að rúmlega 100 manns hér kauptúninu
hefir lagt einhverja smáupphæð fram
einu sinni á ári, t. d. á, afmæli sínu eða
barna sinna, minnst 2 krónur í hvert
sinn. Sjálfsagt verður of mikill seina-
gangur á þessari fjársöfnun, að minnsta
kosti ef ekki bætast fleiri í þann hóp,
er árlega leggja eitthvað af mörkum í
þessu skyni. En safnazt, þegar saman
kemur. Og færi svo, að flestir eða allir
Akurnesingar leggðu eitthvað lítils hátt-
ar í sjóð þennan árlega, gæti svo farið,
að byggðarlaginu yrði létt að koma
húsinu upp. Hver framsýnn æskumaður
ætti hér að að vinna. Hvert foreldri,
sem á yngri eða eldri börn, ætti að
hafa sérstakan áhuga fyrir þessu vegna
barna sinna.
Akurnesingar! Sýnið, að þér hugsið
lengra en um líðandi stund. Sendið
Byggingarsjóði ungmennaskóla Akra-
Bókasafn barna
Fyrir allmörgum árum var stofnuð
barnadeild við hreppsbókasafn Akra-
ness. Eignaðist deild þessi talsvert af
bókum og var mikið notuð. En er starf-
ræksla aðalbókasafnsins lagðist niður
um skeið, hætti og þessi deild útlánum.
Er bókaútlán hófust á ný, varð barna-
deildin í fyrstu útundan. En loks varð
það að samráði mínu og hreppsnefnd-
ar að tengja deild þessa barnaskólan-
um. Hefir barnabókasafnið því verið
rekið sjálfstætt í húsakynnum barna-
skólans síðastliðna þrjá vetur. Styrks
úr hreppssjóði hefir það þó eigi notið
fyr en á yfirstandandi ári. Hins vegar
hefir safninu áskotnast árlega nokkurt
fé með gjöfum, happdrætti, hlutaveltu
og garðrækt. Hefir það því eflzt og auk-
ist þessi ár. Átti það í haust hátt á
fimmta hundrað bækur og hefir þó tals-
vert bæzt við síðan. Eru það alls konar
bækur frá stytztu smábarnasögum til
fræðandi unglingabóka. Óspart nota
hinir ungu lesendur safnið, þótt engin
lesstofa sé í sambandi við það. Munu
viðskiptavinir hafa verjð um 130 síðastl.
vetur, en nokkru fleiri nú. Geta öll
skólabörn fengið bækur lánaðar heim til
ness jóla- og nýárs-gjafir, ef efnahagur
yðar leyfir, og ákveðið jafnframt ein-
hvern dag ársins, er þér framvegis
munið senda sjóðnum gjöf. Engin gjöf
er of smá, þótt vitanlega væri gleðilegt,
ef stórar gjafir gætu einnig borizt.
Gjöfum í sjóð þennan veitir undirrit-
uð móttöku.
Svafa Þórleifsdóttir.