Foreldrablaðið - 15.12.1941, Blaðsíða 14
14
FORELDRABLAÐIÐ
fyrir forgöngu skólastjóra verið komið
á fót vísi að myndun slíkra sjóða, sem
hér að framan er lýst. Enn sem komið er
eru þeir starfræktir einungis fyrir efri
bekki skólans og nefndir ferðasjóðir.
Er tilhögun sú, að börnunum er gefinn
kostur á að leggja inn í sjóðinn einu
sinni í viku hverri aura þá, er þau kunna
að hafa eignazt. Veita kennararnir pen-
ingunum móttöku á fyrir fram ákveðn-
um tíma og færa inn í bók, og er barnið
látið fylgjast með því, hve mikið það á
inni í sjóðnum á hverjum tíma. Eru þeir
svo sameiginlega lagðir inn í sparisjóð-
inn hér á staðnum.
Önnur og heppilegri tilhögun er það,
að í hverri skólastofu sé kassi, þar sem
hvert barn hefir sitt hólf og getur látið
aura sína í það, hvaða dag sem það vill.
Er það þægilegra fyrir kennarana og
minni hætta á að barnið freistist til að
eyða aurunum, þar sem það getur látið
þá strax í kassann og það eignast þá, en
hins vegar ekki tekið þá þaðan aftur.
Kassinn er svo tæmdur nokkrum sinn-
um á vetri og upphæðirnar bókfærðar
hjá hverju barni og svo lagðar sameigin-
lega inn í sparisjóð.
Hefir svo hvert barn, er þátttakandi
gerist, tiltæka nokkra upphæð í lok
skólaársins, er það getur lagt fram, án
þess að leita hjálpar foreldra eða að-
standenda, ef til þess kemur, að farin
sé náms- eða skemmtiferð að afloknum
kyrrsetunum við bóknámið. En slíkar
ferðir, jafnvel þó eigi séu langar, geta
verið næsta menntandi, vikkað sjón-
deiidarhringinn, opnað augun fyrir feg-
urð landsins og nytsemi og aukið þekk-
inguna á lífi og starfi þjóðarinnar betur
en mikill lestur og langar skýringar í
skólastofunni. Og vissulega eykur það
Tramhaldsnám
Sem að líkum lætur getur sú þekk-
ing, sem barnaskólarnir veita aldrei
orðið nema undirstaða þess, er síðar
þarf að nema. Hvorttveggja er, að
þroski barna er eigi svo mikill, að á þau
megi leggja meira en nú þegar er gert,
og eins hitt, að margt af því, er börnin
læra, gleymist nema því aðeins, að því
sé haldið við og við það bætt. Hverju
héraði er því mikil nauðsyn að geta eitt-
hvað stuðlað að framhaldsnámi ung-
menna, þá er barnaskólanum sleppir.
gleði barnsins og gagn af slíkri ferð að
vera sér þess meðvitandi, að það hefir
sjálft lagt fram meira eða minna af
farareyrinum, og þá hvað helzt, ef það
hefir nokkuð á sig að leggja eða neita
sér um eitthvað, er það girntist en gat
vel án verið.
Söfnun þessi missir vitanlega að veru-
legu leyti marks, ef hún leiðir aðeins til
aukinna útgjalda foreldranna vegna
„vasapeninga“ barnsins. er viðbót við
ónauðsynlega eyðslu í stað þess að koma
í veg fyrir hana. Þar, sem á fleiri sviðum
uppeldismálanna, er þörf góðrar sam-
vinnu skóla og heimila, að leiðbeina
barninu og skapa hjá því heilbrigðar lífs-
venjur. Máltækið segir: „Lengi býr að
fyrstu gerð“. Á það jafnt við um með-
ferð peninga og annarra fjármuna sem
andleg verðmæti. Er oss íslendingum
þeim mun nauðsynlegra að hafa það
jafnan hugfast sem við erum fámennari
og fátækari öðrum menningarþjóðum,
en eigum hins vegar ærin verkefni að
leysa.
Guðmundur Björnsson.