Foreldrablaðið - 15.12.1941, Blaðsíða 12
12
FORELDRABLAÐIÐ
barnið til athafna. Það leikur sér og
tekur sér margt fyrir hendur í leikjum
sínum, eins og t. d. það, að líkja eftir
störfum fullorðna fólksins. Þetta þrosk-
ar barnið, eykur skilning þess á vinnu
og vinnubrögðum og viðhorfið til lífsins
fær bjartari blæ.
Síðustu áratugina hefir aukizt mjög
skilningur á barnseðlinu, og endurbætur
hafa verið gerðar á meðferð þess, eins
og sjá má á viðleitni skólanna í því, að
hlúa að leikhvötinni, með hollri og skipu-
lagðri leikjarstarfsemi. Og takmarkið,
sem skólarnir keppa að með leikjunum,
er: bætt uppeldi.
Það er mjög augljóst mál, að leikina
má vel hagnýta í þágu uppeldisins, og
í því er aðal máttur þeirra fólginn. Leikir
eru fyrst og fremst vel fallnir til þess
að skapa aga og festu í allri framkomu.
Þeir kenna sjálfstjórn og viljaþrótt, sem
er í því fólgið, að lúta settum reglum.
Börnin læra að standa kyrr og bíða ró-
leg, hvert á sínum stað, þar til merkið
er gefið. Þau vita, að brot á leikreglum
er sama og leiktap og þeim lærist því
fljótt að láta ekki ofurkappið og ákefð-
ina hlaupa með sig í gönur. Ekkert vekur
betur siðgæðiskenndir barnanna en leik-
urinn, sem kennir þeim að vinna saman,
stuðla sem eitt að sigrinum og taka fullt
tillit til hvers annars.
Þá má sízt gleyma snarræði og skynj-
un, sem hvergi æfist né þroskast betur
en í leikjum. Af þessu, sem nú hefir verið
sagt, má sjá, að með stilltri stjórn, er
leikurinn fær um að skapa þær dyggðir
og þá mannkosti, sem þyrfti að prýða
hvert barn.
Þá er ótalin sú heilsubót, sem börnum
er að leikjum, sérstaklega útileikjum,
Stundvísí
Með jöfnum hraða snýst hjól tímans
án tillits til þess, hvort okkur finnst
gangur þess hægur eða hraður. Ein bezta
dyggð mannsins er að kunna þá list, að
nota tímann vel; verður varla um það
deilt, að slíkt sé undirstaða góðs gengis
í lífinu.
Þær raddir hafa þó heyrzt, sem telja
okkur íslendinga skorta mikið í þeirri
mennt og mun sanni næst, að þær hafi
nokkuð til síns máls, svo ekki sé kveðið
fastar að orði. Hitt er að minnsta kosti
víst, að stundvísir erum við ekki. Ég mun
ekki færa rök fyrir þessum dómi, ekki
af því að mig skorti þau, heldur hinu, að
ég býst ekki við, að menn berji sér á
brjóst eins og faríseinn forðum, og hrósi
svo sinni stundvísi. Hitt er aftur á móti
skylt, að skilgreina í fáum orðum, hvað
ég tel vera stundvísi. Stundvísi er að
mínum dómi þetta: Að vera á ákveðnum
stað á tilsettum tíma.
Óstundvísi er alltaf til skaða og óþæg-
inda, en því fremur, sem fleiri eiga
að inna af hendi ákveðið verk á tiltekn-
um stað og tíma. Til dæmis mætti nefna
en það er mál svo auðskilið, að ei þarf
um það að fjölyrða.
Barn, sem er tápmikið og úrræðagott
í leik, er líklegt til að verða dugandi
maður á fleiri sviðum, þegar út 1 lífið
kemur.
Engin hreyfing er holl'ari barninu en
leikurinn, vegna þess, hversu hann ligg-
ur nærri eðli þess og þroska. Hann er því
næring engu síður en matur og drykkur.
Þorgeir Ibsen.