Jólaklukkur - 01.12.1943, Side 8

Jólaklukkur - 01.12.1943, Side 8
 6 JÓLAKLUKKUR upp að húsi K. F. U. M. í Malaragötu. Raunar hét félagið þá „Kristilega æsku- manna félagið“. K. F. U. M. stafirnir komu síðar. Ég var málkunnugur framkvæmdastjór- anum. Hann hét Kornelíus, og varð síðar stiftprófastur. Enginn svaraði, er ég barði að dyrum skrifstofu hans. En þar sem ég heyrði mannamál inni, opnaði ég dyrn- ar hljóðlega. Sá ég þá, að nálægt 20 ungir menn voru að biðjast fyrir með fram- kvæmdastjóranum. Ég hallaðj hurðinni aftur og hugsaði um sálminn, sem ég hafði iðulega heyrt sunginn undanfarna daga. Viðlag hans endar svo á „landsmáli“: „Det vænaste Syn, som eg fær sjaa, er unge paa kne for Gud“. Þegar piltarnir voru farnir, spurði ég Kornelíus, hvernig á því stæði, að sam- bænir færu fram um þetta leyti dags hjá honum. „Það er ávöxtur vakningarinnar“, svar- aði hann. „Piltarnir borða í matsöludeild vorri, og verja 15 mínútum af matmáls- tímanum til sambænar, áður en þeir fara til vinnu sinnar hér og hvar úti í bæ“. Þótt Albert Lunde væri farinn, var sam- komum haldið áfram á hverju kvöldi í trúboðshúsinu mikla í Calmeyergötu. Dag- inn, sem ég kom til Oslóar, átti að vera þar samkoma fyrir karlmenn eina. Mo- dalsli, þjóðkunnur leikprédikari, var þar aðalræðumaður. Húsið, sem tekur 4 til 5 þúsund manns, var nærri fullskipað og ungir menn í miklum meiri hluta. Ég spurði nokkra þeirra, hverju það sætti, að þeir væru með nýjar biblíur. ,Vér erum ný- liðar Drottins“, var mér svarað. Albert Lunde ætlaðist til, að menn kæmu hver með sína Biblíu á samkomur, þá væri hægra að kenna þeim að hagnýta hana síðar. Sömu reglu fylgdu þeir, sem með honum höfðu starfað og nú héldu starf- inu áfram. Kvöldið eftir fluttu tveir prestar ræður í þessu sama húsi, séra Hansteen, síðar stiftprófastur í Björgvin, og séra Larsen, talinn bezti vakningaprédikari af Oslóar- prestum um þær mundir. Hann dó nokkru síðar á bezta aldri. Það var húsfyllir og meir en það uppi og niðri og hvar sem standa mátti eða sitja. Ræðurnar og sálmarnir eru mér löngu gleymdir. En það sem vel festist mér í minni er á þessa leið: Þegar útgönguversið var á enda, sagði annar prestanna frá háum ræðupalli: „Þeir, sem vilja leita leiðbeiningar um, hvernig þeir geti öðlazt sálarfrið og trú- arvissu, eru beðnir að ganga inn í annað - hvort hliðarherbergið sinn hvorum megin ræðupallsins. En að öðru leyti er samkoma vor á enda“. Gengu þá allmargir út, þótt fleiri sætu kyrrir. Ég hafði ekki komizt nema rétt inn fyrir dyrnar, og sá því ekki hvað margir þáðu boð prestsins. En þegar kyrrð komst á, kom hann aftur á ræðupall og mælti: „Samtalsherbergin eru orðin full, en margir fleiri óska persónulegra leiðbein- inga. Ég treysti því, að hér í salnum og á svölunum uppi séu margir trúaðir menn fúsir til að tala við þá, sem óska leiðbein- inga, og nálægt þeim sitja.“ Nú var orðið svo rúmt í salnum, að ég gat gengið í hægðum mínum inn salinn til að sjá sem bezt, hvað fram færi. Sá ég hér og hvar smáhópa á knjám við bænagerð, en sumir töluðu saman hljóð- lega. Allt í einu var hönd lögð mér á öxl, og er ég leit við, sá ég unga konu, sem ég hafði aldrei fyr séð. Hún sagði: „Viljið þér ekki gera svo vel að tala við hann bróður minn? Hann á engan sálar- L

x

Jólaklukkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jólaklukkur
https://timarit.is/publication/1831

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.