Jólaklukkur - 01.12.1943, Síða 10

Jólaklukkur - 01.12.1943, Síða 10
8 JÓLAKLUKKUR sambæna með fáeinum leitandi mönnum. Þeir einir, sem reynt hafa, geta fyllilega skilið, hvað mikið þakkarefni það er, eink- anlega þegar jafnframt er auðfundið, að allt andrúmsloftið er, ef svo mætti segja, gagntekið af krafti Guðs góða anda. Norðmenn sögðu margoft um þessar mundir: „Það er enginn guðleysingi í Noregi nú“. Áttu þeir þá bæði við áhrif trúarvakningarinnar, og hitt, að þeim virt- ist öllum ljóst, að Guð einn gæti bjargað þjóðinni, ef til ófriðar kæmi við Svía. Vakningarnar, sú kristilega og sú þjóð- lega, studdu hvor aðra á ýmsan veg. Sú fyrri lagði t. d. til fyrirbænir, en hin al- vöru og ótta. Frá Osló fór ég „út með firði“, og fékk að taka þátt í mörgum kristilegum sam- komum. í Moss kynntist ég ungum aðstoð- arpresti, séra Wislöff, er síðar varð fram- kvæmdastjóri heimatrúboðs Norðmanna og áhrifamikill ferðaprestur. í Horten lágu herskip Norðmanna albúin til varnar, „ef Svíar kæmu“. Þar bar mjög á ótta, og ein- beittni þó, út af ófriðarhættunni. 29. maí var ég hjá séra Thaulow í An- debu skammt frá Tönsberg. Tveim árum áður hafði grein frá mér í norsku sjómannablaði orðið til þess, að hann fór að safna fé til kristilegs starfs meðal Norðmanna á Austfjörðum. Hval- veiðamennirnir voru margir frá Tönsberg og nágrenni þess bæjar. Hann bað mig svo að heimsækja Norðmannastöðvar hérlend- is, en ég hafði öðru að sinna, og benti á séra Friðrik Friðriksson, sem tók það starf að sér sumarið 1907. Við séra Thaulow vorum að tala um stjórnmálahorfurnar, og hvort Svíakon- ungur mundi ekki á síðustu stundu sam- þykkja ræðismannslögin norsku, og kom- ast með því hjá fullum sambandsslitum Noregs og Svíþjóðar. Norðmenn vildu fá sérstaka ræðismenn erlendis, en hægri menn sænskir voru því alveg mótfallnir. í þessu samtali miðju hringdi síminn. Mágur prestsins, gullsmiður í Tönsberg, símaði: „Konungur hefir neitað að stað- festa lögin“. „Það var óttalegt“, svaraði svo Thaulow. „Ætli það sé nú ekki samt það bezta“, sagði gullsmiðurinn. „Hvað sem um það er, þá verðum vér nú allir samtaka“, svaraði presturinn. Ég sat svo nærri símanum, að ég heyrði þessi orð öll greinilega, og mér urðu þau minnisstæð, af því að ég þóttist heyra um leið meginhugsanir vinstri og hægri manna norskra við sambandsslitin. Margir Norð- menn hafa síðar tjáð mér, að það hefði ekki verið misheyrn. Margt heyrði ég þenna mánuð um bar- áttu stjórnmálamanna bak við tjöldin og orðsendingar, sem aldrei komu í blöðunum. Einnig rak ég mig á þykkju Svía við Norðmenn, þegar ég kom til Svíþjóðar frá Noregi. Er ekki ástæða til að rifja það upp hér. En af því að ég var orðinn kunnugur viðhorfi þeirra beggja um þessar mundir, varð mér mjög kært að fá skömmu síðar að sjá sigurafl kristinnar trúar gagnvart alvarlegri þjóðadeilu. — Um miðjan júní þetta sama vor vorum við hjónin vikutíma á alþjóðaþingi kristi- legu í Berlín. Æskulýðsfélögin, sem kölluð eru „Kristileg viðleitni“, stefndu þar sam- an fulltrúum frá um 40 löndum. Konan mín kom frá íslandi, þegar ég kom til Hafnar frá Svíþjóð, og fór með mér til Þýzkalands. Norðurlandabúar voru um 70 á þessu þingi, 2 Danir, 2 íslendingar, en hinir allir frá Noregi, Svíþjóð og Finnlandi. Á sam- bænafundi, sem „Norðanfólkið“ hélt út af

x

Jólaklukkur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jólaklukkur
https://timarit.is/publication/1831

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.