Jólaklukkur - 01.12.1943, Blaðsíða 25
JÓLAKLUKKUR
23
að sælda, sem lifði í allsnægtum, naut
lífsins og lét það ekkert á sig fá, þó milj-
ónir heiðingja færust árlega í synd og neyð
austur í Kína. Hann sneri sér til Guðs
með hugarstríð sitt: „Þú hefir kallað mig.
Ég vil fara!“ Og jafnframt bað hann Guð
um 24 samverkamenn, 2 fyrir hvert hinna 11
héraða upplandanna og 2 fyrir Mansjúríu.
Það var engu líkara en þar með væri
sigur fenginn. Hann eignaðist sína fyrri
gleði og djörfung.
Hudson Taylor átti nú erindi við trúað
fólk í Bretlandi. Þar höfðu orðið miklar
trúarvakningar, eins og t. d. í London, eftir
að C. H. Spurgeon hóf þar prédikunarstarf
árið 1845.
Fyrstu opinberu ræðuna, eftir reynslu
sína í Brighton, hélt Hudson Taylor á
kristilegu móti í Perth á Skotlandi. Aðal-
stjórnandi mótsins þekkti lítið til kristni-
boðs og hafði engan áhuga fyrir því. „Þér
skiljið ekki tilgang þessara móta,“ sagði
hann við Hudson Taylor; „þau eru haldin
trúuðu fólki til uppbyggingar.“Honum var
svarað því, að ekkert væri betur fallið
trúarlífinu til uppbyggingar, en fræðsla
um útbreiðslu Guðs ríkis. — Þó var Hudson
Taylor óstyrkur og kvíðinn, þegar hann
steig í ræðustólinn. Eftirvænting áheyr-
endanna var ekki mikil og óx heldur ekki
við það, að sjá þenna granna óþekkta mann
í stólnum. En þegar hann fór að tala, náði
hann þegar valdi yfir áheyrendunum. Hann
sagði frá kínverskum manni, sem féll fyr-
ir borð eitt sinn, þegar hann var með hon-
um á ferðalagi niður eftir fljóti einu í Kína.
Hudson Taylor kallaði á fiskveiðimenn,
sem voru þar nærstaddir, og bað þá bregða
skjótt við og bjarga manninum. En þeir
vildu fá útgert um það fyrst, hve há björg-
unarlaun þeim yrðu greidd, og urðu þess
vegna of seinir á sér. Maðurinn drukknaði.
Fólk sat sem steini lostið og þótti þessi
saga nær því ótrúleg. Þá sneri Hudson
Taylor máli sínu til þess sjálfs og sagði:
„Ykkur ofbýður miskunnarleysi heið-
ingjanna í Kína. En hvað um ykkur sjálf?
Er líkaminn meira virði en sálin? Þúsund-
ir Kínverja glatast daglega, af því að
við viljum engu til þess fórna, að fagnað-
arerindið verði þeim boðað. Á Skotlandi
eru 4 miljónir íbúa, og meðal þeirra starfa
margar þúsundir presta og prédikara. í
Kína eru 400 miljónir manna, en meðal
þeirra starfa aðeins 90 evangeliskir kristni-
boðar, flestir í hafnarborgunum. í upp-
landahéruðunum er enginn kristniboði
meðal 200 miljóna manna.“
Þessi óvænta prédikun hreif. Upp frá
þessu tók að vakna áhugi fyrir kristniboði
í Kína, alls staðar þar sem Hudson Taylor
ferðaðist.
Árið 1866 fór Hudson Taylor með fjöl-
skyldu sinni aftur til Kína. Með þeim fóru
15 nýir kristniboðar, en 9 voru farnir
nokkru áður.
Félagið, sem sendi þá, hafði verið stofn-
að árið áður, og nefndi það sig „Upplanda-
trúboðið í Kína,“ (China Inland Mission),
enda var tilgangur þess sá, að vinna að
kristniboði í upplöndum Kína. Hudson
Taylor varð að sjálfsögðu fyrsti forseti
þess. Félagið lét sig það litlu skipta, til
hvaða kirkjufélags starfsmenn þess töld-
ust, væru þeir aðeins gæddir lifandi og
heilbrigðri trú.
Fyrstu 10 árin urðu þessum nýja félags-
skap afar erfið. Margir kristniboðanna
dóu; meðal þeirra var kona Hudson Taylors.
Ferðalög til upplandanna voru ekki að-
eins erfiðleikum bundin, heldur og stór-
hættuleg. En á öllum þessum erfiðleikum
sigraðist trúarþolgæði brautryðj endanna,
og hófu þeir starf á mörgum nýjum stöðum.