Jólaklukkur - 01.12.1943, Síða 34
32
JÓLAKLUKKUR
Itr mtnntsbóf fristinboóa
Og svo að lokum frásaga um skínandi
stjörnu. Heimurinn fékk ekki að sjá mik-
ið af henni. Guð þurfti hennar víst til þess
að prýða himin sinn.
Hann var sonur eins af fyrverandi prest-
um mínum, Trabóndsi, sem lét af störf-
um fyrir nokkrum árum, af því að hann
var orðinn þreyttur og slitinn.
Það var góður og greindur drengur, sem
var kominn í efsta bekk lærða skólans.
Hann var heima í fríi, þegar hann veikt-
ist, líklegast af malaríu. Sjúkdómurinn
versnaði mjög fljótt, og læknirinn sagði
sorgbitnum foreldrunum, að öll von væri
úti. Hann gæti ef til vill lifað einn dag
ennþá, og svo væri öllu lokið
Daginn eftir sagði sjúklingurinn allt í
einu: ,,Nú er ég frískur, alveg frískur. Mig
verkjar hvergi.“ Hann lá alveg kyrr og
andaði rólega. Allir héldu, að hann væri
sloppinn úr hættu. Þá fer hann allt í einu
að einblína upp í loftið. Hann starði og
var eins og gersamlega heillaður. Andlitið
ljómaði af gleði og sælu. Augu hans ljóm-
uðu, eins og þau horfðu inn í sjálfa sólina.
„Hvað sérðu?“ spurði faðir hans. Hann
sat við rúmið hans og rak flugurnar burtu.
— „Ó, ég sé Jesúm. Það er Jesús, sem
stendur þarna og segir mér að koma. Hann
brosir við mér. — Já, nú kem ég“, segir
hann skömmu síðar. „Ég ætla bara að
syngja svolítið fyrir pabba og mömmu
fyrst.“
Svo byrjaði hann að syngja. Hann, sem
hafði legið þarna og barizt við að reyna
að ná andanum og hafði ekki getað sagt
nokkurt orð, hann söng nú af svo miklum
krafti og hljóm, að það heyrðist í næstu
hús og fólk þyrptist saman. Það var lof-
söngur til Jesú, þakklæti og lofgjörð synd-
arans til frelsarans.
Heilsið öllum vinum mínum, öllum í
unglingadeildinni. Segið þeim, að enginn
megi yf'rgefa Jesúm, því að þá yfirgefa
þeir hamingju sína.
Og pabbi, þú mátt til með að verða prest-
ur aftur. Ég átti að taka við starfinu eftir
þig. En ég fæ ekki tækifæri til þess. Þú
verður að fara í minn stað.
Og mamma, þú mátt ekki hryggjast. Nú
fæ ég þá hammgju, sem þú hefur alltaí
talað um, að væri mest af öllu.
Síðan þakkaði hann foreldrum sinum
og systkynum og öllum fyrir það, hvað
þau hefðu verið honum góð. Þau hefðu
alltaf gefið honum svo margt til þess að
gleðjast yfir. Hann lá þarna og taiaði við
þau, rólega og án nokkurrar áreynslu, með
fullu ráði og rænu og ljómandi af sælu.
Ó, ég er svo innilega glaður, svo glaður,
endurtók hann í sífellu. Og nú verðið þið
öll að vera glöð og syngja eingöngu gleði-
söngva við jarðarför mína.
Svo varð hann aftur þögull, lá og horfði
upp í loftið og brosti af ólýsanlegri sælu
og gleði. Rétt á eftir lokaði hann augunum
Það var eins og hann sofnaði, og allir sátu
kyrrir til þess að vekja hann ekki.
En þess var ekki þörf. Hann svaf of vel
til þess. Hann lá þarna ennþá með ljóma
á andliti sínu. — Það var eins og endur-
skin frá því dýrðlega ríki, sem hann var
horfinn inn í, sagði faðir hans.
RITSTJÓRAR:
Séra Sigurbjörn Einarsson
og Magnús Runólfsson, cand. theol.
Prentsmiðjan EDDA h.f. — 1943.
k