Jólaklukkur - 01.12.1943, Blaðsíða 15
JÓLAKLUKKUR
13
ljósin í kirkjunni og hljómar klukknanna
skírðust, eftir því sem nær kom.
Við aftansöng hafði hringjarinn ekki
einkarétt til þess að hringja klukkunum,
heldur mátti hver sem vildi taka í klukku-
strenginn, og var það óspart notað, eink-
um af yngri mönnum.
Nú var komið að kirkjunni. Var þá þeg-
ar komið nokkurt fólk inn, er sat eða stóð
til og frá um kirkjuna. Mörg kertaljós
voru tendruð og loguðu glatt og stillt, með-
hjálparinn var að breiða á altarið og prest-
urinn að velja sálmana með forsöngvar-
anum. Sálmanúmerin voru rituð með krít
á svarta smátöflu, sem svo var hengd upp
á kórþilið.
Prestur gekk fyrir altari og var þegar
skrýddur messuskrúðanum. Klukkunum
var samhringt, — og nú hafði hringjarinn
tekið völdin yfir þeim í sínar hendur.
Meðhjálparinn las bænina í kórdyrum
ásamt faðirvorinu. Þá hefst söngur sterkra
karlmannaradda, og nokkrir taka undir til
og frá um kirkjuna, því allir kunna sálm-
inn „Heims um ból, helg eru jól, signuð
mær son Guðs ól“. Messan er hátíðleg og
fremur stutt, boðskapurinn fagnaðarrík-
ur: Yður er í dag frelsari fæddur, sem er
Kristur Drottinn. Friður Guðs fyllir hjört-
un, þegar þessari heilögu athöfn lýkur.
Venjuleg úthringing slítur messugjörðinni,
en nokkra drengi langar þó til að taka í
strenginn á eftir, og klukkan hljómar, á
meðan fólkið býr sig af stað. Ljósin eru
slökkt og allir halda heimleiðis og hraða
förinni sem mest þeir mega, því heima
skal hátíð halda.
Veðri er eins háttað og áður, þó nokkru
meiri vindur, og skýjadrög eru að færast
upp á vesturloftið. Sumir spá snjókomu
næsta dag, aðrir vaxandi kulda. Heimferð-
in sækist fljótt, en mjög er liðið á kvöldið,
þegar heim er komið.
Nú eru sagðar fréttir frá kirkjuferðinni,
jólamatur borinn á borð, og meðan fólk
matast, er talað saman um veðurhorfur
og hverjir geti farið til kirkju næsta dag.
Þá eru lesnar nokkrar fallegar smásögur,
svo drukkið kaffi og talazt við. Spil má
ekki snerta þetta kvöld og enga leiki
fremja, sem nokkur hávaði fylgir.
Loks er sunginn sálmur, lesin stutt hug-
leiðing og síðan gengið til náða. Ljós logar
í baðstofunni alla nóttina, og er það af
sumum notað til að lesa dálítið lengur en
vant er, því í þá daga varð að fara sparlega
með ljósmetið eins og flest annað.
Blessaða minning um bernskunnar jól,
björt, hrein og fögur sem langdegissól,
þótt lágt væri húsið og lítið um skraut,
lífsins þó vermirðu gjörvalla braut.
Óskalisiinn.
Faðir, gef mér friðsæl jól,
frá mér bægðu heimsins glaumi.
Lýsi myrkrin lífsins sól,
ljá mér hjá þér vernd og skjól,
nœrri þér, en fjærri flaumi.
Gjafir þínar gefðu mér:
gleði og frið, sem aldrei þver.
Biðlund, gœzku, góðvild sanna
gefðu mér til allra manna,
hjarta trútt og hógværð ríka,
helga festu veit mér líka.
Knýt mig böndum kœrleiks þér.
M. R.