Jólaklukkur - 01.12.1943, Blaðsíða 9

Jólaklukkur - 01.12.1943, Blaðsíða 9
JÓLAKLUKKUR 7 Hólar í Hjaltadal. fri3“. — Þetta kom mér óvænt. Hafði hugs- að mér fremur að læra sjálfur en leiðbema öðrum í þessu umhverfi. Ég spurði samt: „Hvar er bróðir yðar? Og vill hann að alókunnugur maður fari að tala við sig um trúmál?“ „Hann situr þarna á bekksendanum", svaraði konan og benti á mann, lítið eitt innar í salnum. „Ég vona að hann taki tali yðar vel“, bætti hún við. Mér þótti það tvísýnt. Engin geðshrær- ing sást á honum, og ég var ókunnugur út- lendingur. Samt fór ég, settist hjá hon- um og tók hann tali. Það samtal endaði með því, að við fór- um báðir á kné til bænagerðar. En um leið fóru nokkrir þeirra, er næstir sátu, á kné með okkur. Ég man ekki með vissu, hvort ég bað með fleirum þetta kvöld. Hefi þó líklega gert það, því að ég man vel, að þegar ég kom með séra Hansteen heim til hans laust fyrir miðnætti, sagði frú Hansteen eitthvað á þá leið, að langferða- maðurinn frá íslandi væri víst orðinn þreyttur. Maðurinn sinn hefði átt að senda hann heim á undan. — Ég gisti hjá þeim meðan ég var í Osló. Séra Hansteen svaraði, að sér hefði virzt ég kunna eins vel við mig „og fisk- urinn í sjónum“. Ekkert hefði borið á að ég væri „ókunnugur útlendingur“. — Þriðja kvöldið var séra Barratt, þá Metó- distaprestur, og 5 árum síðar stofnandi Hvítasunnuhreyfingarinnar í Noregi, aðal- ræðumaður í trúboðshúsinu. Var þar enn húsfyllir, og samkoman svipuð og kvöldið áður, nema hvað nú var mér horfin öll feimni. Fékk ég þar tækifæri til samtals og

x

Jólaklukkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jólaklukkur
https://timarit.is/publication/1831

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.