Jólaklukkur - 01.12.1943, Qupperneq 14
12
JÓLAKLUKKUR
(Sinat Otgutfinnsfon:
^.ftanööuöur
Tárhrein mjöllin þekur alla jörð. Hvergi
sér dökkan díl, aðeins í klettum og fellum
sér í nokkurn sorta, enda þótt þar sé líka
víðast gráði yfir. Sumstaðar hefur vindur-
inn feykt snjónum saman í stórar eða smá-
ar fannir eða dyngjur, og svo er fast þjapp-
að saman, að varla markar spor. Tjarnir
og lækir eru keyrðir í traust klakabönd, svo
að varla þarf að óttast, að maður blotni,
þótt farið sé fótgangandi sveitina á enda.
Það er tekið að húma og rökkrið í nánd.
Dálítill hópur manna og kvenna er á ferð
á hjarnbreiðunni, og smátt og smátt koma
fleiri og bætast í hópinn. Frostblærinn af
norðri raskar ekki kyrrðinni.
þrásinnis einn úti í kirkju, að Drottinn
birtist mér í sýn. Það er ekki auðvelt að
lýsa því. Dýrð Drottins skelfdi mig. Ég sá
hann á krossinum og fann jafnframt meir
til syndugleiks míns en nokkru sinni áð-
ur. Ég varpaði mér flötum á gólfið og gat
einu sinni ekki beðið. Aðeins gat ég hróp-
að: „Drottinn, frelsaðu mig! Drottinn,
frelsaðu mig!“ En jafnskjótt var mér gef-
ið að trúa, og hjarta mitt fylltist lofgerð.
Þegar ég fór heim daginn eftir, var ég
óumræðilega glaður. Allt var orðið nýtt.
Sjálfur vissi ég ekki, að ég hafði frelsast.
En hjálpræðið hlotnaðist mér, án þess að
ég gæti sjálfur gert mér grein fyrir því.
Ný gleði fyllti hjartað, svo að ég gat ekki
þagað um það. Mér fannst ég þurfa að
segja öllum frá því, sem Drottinn hafði
gert fyrir mig.
Um vorið, nokkrum tíma síðar, var ég
skírður.
Fólkið ræðir saman hljóðlega, og það
marrar í snjónum undir fótum þess.
Stjörnur himinsins blika skært og fagurt,
og norðurijósadrög sjást öðru hvoru.
Hálfur máninn skín hátt á austurlofti.
Það er aðfangadagskvöld. Á sóknarkirkj-
unni á að vera aftansöngur. Þangað er
fólkið að fara. Sumir eiga alllanga leið
þangað, aðrir skemmra. En það er mikið
til þess vinnandi að fá að byrja hátíðar-
haldið í húsi Drottins.
Leiðin sækist greiðlega, því að gangfær-
ið er gott og mátulega svalt í veðri til þess
að engum hitni um of.
Óðum styttist að kirkjunni. Nú heyrist
allt í einu hljómur klukknanna óma út
yfir hjarnbreiðuna. Hópurinn nemur stað-
ar, karlmennirnir taka ofan, konur
hneigja höfuð sín.
í sama bili verður næstum albjart og
undrafögrum ljóma slær á sléttan snjóinn.
Dásamlega fögur norðurljós leiftra í
mörgum litum um himinhvolfið, svo björt,
að mánaskinið dofnar og allar hinar dauf-
ari stjörnur missa birtu sína. Fólkið nem-
ur staðar og horfir hugfangið til himins
og dáist að þeirri óviðjafnanlegu fegurð,
sem ljómar um loft og láð.
Ungur drengur var í förinni. Hann var
ekki síður hugfanginn af fegurðinni en
þeir, sem eldri voru. Ekki getur hann lengi
orða bundizt, heldur spyr: „Var hún ekki
svona birtan, sem ljómaði kringum hirð-
ana hjá Betlehem, þegar Jesús fæddist?“.
Þessu var litlu svarað. Norðurljósin dofn-
uðu aftur og áfram var haldið. Nú sáust