Jólaklukkur - 01.12.1958, Blaðsíða 3
*»Og ég vil... . auðsýna
Náðvana náð og segja við
Ekki-minn-lýð: I>ú ert minn
lýður; og hann mun segja:
Guð minn.“
yrkrið er skollið á, og tunglið er
að byrja að gægjast fram. Það má
greinilega sjá, hvernig það færist upp yfir
fjallsbrúnina. Eftir skamma stund er það
eins og glóandi hnöttur yfir Burdji.
í kvöld á að vera samkoma á stöðinni.
Konurnar láta ekki sjá sig eftir myrkur, en
karlmennirnir eru vanir að fjölmenna.
Tveir skóladrengir hafa verið að undirbúa
samkomuna allan eftirmiðdaginn. Þeir
hafa keypt eldivið og vatn, sett pott á stein-
hlóðir fyrir utan skólann og soðið þar shum-
bura-baunir handa samkomugestunum.
Það fer nú að líða að því að samkoman
hefjist. Ungir drengir frá Bedengeltu og
Okotto eru að rabba við heimavistardreng-
ina fyrir framan skólann. Nokkrir fullorðn-
ir samkomugestir eru þegar komnir. Það
eru aðallega gestir langt að komnir. En
ekki má byrja fyrr en Okotto-menn eru
komnir. Þeir eru fjölmennastir.
Kiffile, einn af heimavistardrengjunum,
hringir klukkunni. Nágrannarnir í Beden-
geltu vita þá, að samkoman á að fara að
byrja, og Okotto-menn flýta sér e.t.v., þeg-
ar þeir heyra í klukkunni.
Þarna eru gömlu mennirnir frá Derra.
JÓLAKLUKKUR
Þá vantar aldrei. Ósjálfrátt verður manni
hlýtt um hjartaræturnar við að sjá þá. Þeir
hafa lengst af verið einir kristnir í Derra,
en hvort þar er orðin breyting á, veit ég
ekki.
Og þarna er lágvaxni maðurinn frá Búsó
með rauðleita teppið. Hann er „birikja",
þ.e.a.s. hann er kaupmaður og ferðast með
varning sinn til annarra héraða. Áður lét
hann stjórnast af öndunum, nú þjónar
hann Jesú. En eitt þurfti hann að fullvissa
sig um. Myndi andinn nú ekki sitja fyrir
honum einhvers staðar í óbyggðum? Ætli
Jesús mvndi fara með honum í ferða-
lögin, eða yrði hann eftir í Konso? Hann
gladdist innilega, þegar ég sagði honum,
að Jesús væri alltaf og alls staðar nálægur
þeim, sem ákölluðu hann af hjarta.
Kúsía frá Búsó er þarna einnig. Hann
liggur inni í skólastofunni og virðist sofa,
en hann er bara þreyttur eftir gönguna.
Hann er ófrýnilegur, blindur og með stórt
kýli á hægri kinn. Lítil telpa hefur leitt
hann hingað. Kúsía vill verða kristinn, en
andinn hefur ekki verið á því að sleppa
honum. Þegar við fórum heim, var hann
enn svo mjög á valdi hins illa, að hann
gat sjaldan hlýtt á bænir eða prédikanir
án þess að ókyrrast. Aumingja Kúsía. Samt
átti hann það til, að standa upp og vitna
um Jesúm.
Þá þarf ekki að spyrja að því, hvort
1