Jólaklukkur - 01.12.1958, Qupperneq 7

Jólaklukkur - 01.12.1958, Qupperneq 7
^ÍÆt d'döiizöbtáþi Benedikt Jasonarson, kristniboði, dvelst meðal Þjóðflokksins Konso í Eþíópíu ásamt konu sinni, Margréti Hróbjartsdóttur, og Ingunni Gísladóttur, hjúkrunarkonu. Hér fer á eftir stuttur kafli úr bréfi frá Benedikt. — / borðinu fyrir framan mig er dós undan súlfatöflum. Það eru pen- ingar í henni núna, og þeir eiga sér sína sögu. Þriðjudaginn 8. júlí kom hingað kona úr Bedengeltúþorpinu handan við veginn. Hún hafði verið djöflaprestur um fjölda ára, en vildi nú segja sig úr þjónustu Sat- ans og trúa á Jesúm. Við báðum með henni og fyrir henni. Hún var haldin af djöflin- um, en Drottinn leysti þá fjötra af henni, svo að núna situr hún róleg og stillt, þeg- ar beðið er, í stað þess að fá æðisköst eins og áður. Þessi kona lét fleyja öllu, sem til- heyrði djöfladýrkuninni, úr húsi sínu og afhenti auk þess 1,25 dal, sem hún hafði hugsað sér að kaupa eitthvað fyrir handa djöflinum, eins og hún komst að orði. Ég hef geymt þessa peninga út af fyrir sig og hugsað mér, að þeir yrðu fyrsti vísir að safnaðarsjóði safnaðar evangelisk- kristinna Konsomanna. Síðan hafa bætzt 3.25 dalir í sjóðinn. 2.75 eru fyrir geit, sem gamall gallikja (seiðmaður) frá Ok- ottó losaði sig við, þegar hann sagði skilið við Satan á laugardaginn var. Hann féllst starx á, að andvirði hennar yrði lagt í safn- aðarsjóð. Enginn vill ’kaupa slík fórnardýr JÓLAKLUKKUR nema starfsmenn kristniboðsins og skóla- drengirnir. 1 þetta sinn keyptu skóladreng- irnir það fyrir rúmlega hálfvirði og hafa víst etið hvert tangur og tetur af því núna. í dósinni er líka 1 skildingur (0,50), sem ég veit ekki, hvernig er kominn þangað. Hann verður þar að sjálfsögðu áfram. — Ég bið Drottin þess, að stofnun safnaðarins verði brátt veruleiki. Þess væri ekki langt að bíða, ef nægir starfskraftar væru til þess að annast skírnarfræðslu fyrir þá, sem vilja gerast 'kristnir. — Nú syngja þær á kvennafundinum Galla- sönginn: Jesús elskar mig. Margar kvenn- anna hafa komið á kvennafundina, síðan þeir hófust, og verða, ef Guð lofar, á meðal þeirra, sem mynda söfnuðinn, þegar þar að kemur. Margrét kom inn rétt í þessu og segir mér, að konurnar hafi að þessu sinni verið 43 auk barna. Nú er kominn nýr dagur. Það fór að rigna í nótt, svo að það er kalt og hráslaga- legt. Mér varð nærri því á að skrifa, að núna væri 20 gráðu kuldi á Celsíus, en 20 gráðurnar eru að sjálfsögðu ofan við frost- markið! Samt skjálfa allir og kveinka sér. — Allt er afstætt. — Og við íslendingar erum lítið betri en aðrir. Ég sit hér í þykkri ullar- peysu, en samt verður mér nærri því á að taka undir kveinstafina. — Mér verður litið út um gluggann og sé þá prédikarann og Konsomann heilsast. — 5

x

Jólaklukkur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jólaklukkur
https://timarit.is/publication/1831

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.