Jólaklukkur - 01.12.1958, Qupperneq 8

Jólaklukkur - 01.12.1958, Qupperneq 8
Sjálfur ætla ég að fara að undirbúa nám- skeiðið, sem á að byrja hér í næstu viku. Ég kalla því í Dasaw og bið hann að hafa guðræknisstundina í sjúkraskýlinu fyrir mig. Klukkan er 9.20, en engir sjúklingar komnir enn. (Það er kalt í dag, og menn koma seint.) Um leið spyr ég Dasaw, hvaða erindi maðurinn eigi við hann. — Hann er frá Bedengeltú og vill gerast kristinn. Ég ætlaði að fara að tala við hann, þegar þú kallaðir. — Er hann gallikja? spyr ég — Ég veit það ekki enn, en það kemur í ljós, þegar við tölumst við, segir Dasaw. Það líður varla sá dagur, að einhverjir komi ekki í sömu erindum og þessi maður. Og það hefur glatt okkur mjög, að margir þeirra eru úr nágrannaþorpinu, Beden- geltú. — Við höfum á tilfinningunni, að stórviðburðir séu í aðsigi. Mörg undur hafa gerzt. Því að það eru sannkölluð undur, þegar kallið frá Guði nær að komast inn í formyrkvuð hjörtu djöfladýrkenda og hrífa jafnvel handgengustu þjóna hins illa úr greip hans. Ég ákvað að bíða með að ljúka bréfinu þar til námskeiðið væri hafið, svo að ég gæti skrifað þér fréttir af því. Við byrjuð- um í gærkvöldi, og voru þá 7 mættir, en þegar kvöldinu lauk, voru nemendur orðnir tuttugu og einn. Stundvísin er mönnum ekki í blóð borin hér um slóðir. Ég sagði þeim í gær, að ég mundi hringja hálftíma fyrir sex og þá væri bezt fyrir þá að leggja af stað að heim- an. Ef þeir kæmu stundvíslega, mundu þeir ekki missa af neinu. í gær var sagt frá boð- un Maríu og fæðingu Jóhannesar. — Ég hlýddi yfir á eftir, og mig furðaði á, hve sumir höfðu verið eftirtektarsamir. Nú er bara eftir að vita, hvernig verður með út- haldið. Það verður spennandi að sjá, hve 6 margir koma í kvöld. Núna er hellirigning, og haldi þessu áfram, verður fámennt. Nú er komið kvöld og kennslustund lokið. Tuttugu og þrír mættu! Af þeim voru 15 þeirra, sem komu í gær. Og þó rigndi til klukkan að ganga fimm og færð ill, moldartraðirnar sleipar. Þegar svona viðrar, fara menn ekki út fyrir hússins dyr, nema þeir megi til. Sóknin var því mikil uppörvun. Þegar ég hafði endursagt jólaguðspjallið og spurt út úr eins og í gær, var kennslu- stund fyrir byrjendur í lestri. Kennt er amhariska stafrófið. Nýi kennarinn gerði það með aðstoð Gallatúlks, þar eð hann talar ekki sjálfur það mál. Annars eru tveir túlkar mér til aðstoðar, túlkar annar úr ensku yfir á amharisku, hinn á Galla-mál. Það er hrífandi að kenna þessu fólki. Það gleypir hvert orð. Svo mikill er áhuginn á að heyra sagt frá Jesú, að það virðist gleyma bæði stund og stað og lifa sig inn í frásögurnar, sérstaklega ef ég nota jafn- hliða Biblíumyndir. Það er bæn mín, að sæðið falli í góða jörð og beri þar marg- faldan ávöxt Drottni til dýrðar. Berðu kristniboðsvinum hvarvetna kveðju okkar. Við þökkum Drottni ætíð, þegar við minnumst þeirra. Benedikt Jasonarson. JÓLAKLUKKUR

x

Jólaklukkur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jólaklukkur
https://timarit.is/publication/1831

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.