Jólaklukkur - 01.12.1958, Side 9

Jólaklukkur - 01.12.1958, Side 9
_/lfazatat, Æ T T B O R G J E S Ú Eftir ÓLAF ÓLAFSSON, kristniboða. settist hann að í borg, sem heitir Nazaret, til þess að það skyldi rætast, sem spámennirnir hafa sagt: Nazarei skal hann kallast“. — Matt. 2. 23. azaret er einn þeirra staða í Israel, sem við eru tengdar helgar minn- in,gar frá jarðvistardögum Jesú. Ferðamönn- um finnst sem þeir hafi naumast til ísrael komið, ef þeir hafa ekki séð Nazaret. En á tímum Jesú var að máltæki haft: „Getur nokkuð gott komið frá Nazaret!" Fjölmargir íslendingar — og þá einkum sjómenn hafa á síðari árum farið til Naz- aret, þangað er ekið á nokkrum klukku- stundum, meðan skipið hefur viðdvöl í hafnarborgunum Tel-Aviv eða Haifa. Hvergi í Evrópu eru samgöngur betri, þéttbýli meira eða ræktun blómlegri en á strandlendinu frá Tel-Aviv norður til Haifa, — Saronssléttu hinni marglofuðu. Af gróðri jarðar voru appelsínutrén fegurst, þegar ég ók þá leið um þetta leyti árs í fyrra. — Fyrstu appelsínurnar eru fullþroska í des- embermánuði. Þá glóa á grænum blað- krónum safaríkar Haifa-appelsínur, líkt og gular ljósaperur. Esdraelonslétta — eða Jezreelslétta, — sem Israelsmenn nefna að vísu „emek“ eða dal, liggur um þvert land norðaustan megin við Karmelfjallgarð, frá botni Akreflóa og austur að suðurenda Galíleuvatns. Jarðveg- JÓLAKLUKKUR ur sléttunnar, dökkur og djúpur, er afar frjósamur. Úrkoma er mjög lítil, en aðsig vatns norðan úr hálendinu er mikið og veðursæld óbrigðul. Þrátt fyrir það var sléttan öll í mestu órækt er Gyðingar hófu þar nýrækt um og eftir 1920. Ræktun fell- ur nú ekki niður tólf mánuði ársins. Við augum blasa akrar jaðraðir skógarbeltum, gulir og grænir, eins og reitir á taflborði. En meðfram vegum og jörðum sléttunnar eru þorp með stuttu millibili, líkt og á Biblíutímum, — þyrpingar nýreistra húsa með hvíta veggi. Nazaret er miðja vegu á hinni afar- skemmtilegu leið frá Haifa austur að Galíleuvatni í Jórdandal. Bærinn er í hvilft uppi í allhárri kalk- steinshæð, þar sem Esdraelonslétta liggur að rótum Galíleuhálendisins sunnanverðu. íbúar eru 23 þúsund, flestir Arabar, og er meginþorri þeirra kristnir. Á engum ein- um stað í ísrael eru stofnanir kristinna manna, svo sem kirkjur, klaustur, skólar og sjúkrahús, jafn áberandi og í Nazaret. — Gamli borgarhlutinn í Jerúsalem, sem helzt kemur til samanburðar, er innan landamæra Jórdaníu. Að koma frá nýræktarsvæðum Esdraelon- sléttu upp til Nazaret er sem að hverfa skyndilega nokkrar aldir aftur í tímann. — Framtaksleysi Araba leynir sér þar ekki, fremur en á öðrum stöðum, þar sem þeir 7

x

Jólaklukkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jólaklukkur
https://timarit.is/publication/1831

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.