Jólaklukkur - 01.12.1958, Side 14

Jólaklukkur - 01.12.1958, Side 14
Tók Bjarní að rífja upp sagnfræðiþekkíngu sína um þá staði, er framhjá runnu, og miðlaði okkur vel af þekkingarbrunni sín- um. Þetta kom sér mjög vel fyrir þá fjóra útlendinga, sem með okkur voru og voru landinu ókunnugir, en það voru tveir Norðmenn, einn Dani og einn Finni. Fyrsti viðkomustaður var Vatnaskógur; þar var ætlunin að borða hádegisverð. Blessaðar matreiðslukonur Skógarmanna höfðu staðið kófsveittar við pottana á elda- vélinni allan morguninn, enda þarf nokk- ur handtök við að taka á móti 32 manna fjölskyldu. Móttökurnar reyndust líka eins glæsilegar og bezt varð á kosið. Eftir nokkra hvíld í skóginum héldum við af stað aftur; bifreiðin þaut áfram und- ir öruggri stjórn Hafsteins. Brátt var Borg- arfjörður að baki. Holtavörðuheiði blasti við sjónum okkar. Þegar upp á hana kom, fengum við vitneskju um það, að einn úr hópnum hafði stundað hér vegavinnu fyrir tuttugu árum, en álit flestra í fjölskyld- unni var það, að lítið myndi vera eftir af þeirri mold, sem borin hafði verið ofan í veginn á björtum sumardögum fyrir tutt- ugu árum. Til Akureyrar var komið seint urn 'kvöldið. Numið var staðar við hús kristni- boðsfélagsins. Skyldi þar verða okkar sama- staður í höfuðborg Norðurlands, meðan dvalizt yrði í bænum. Næsta dag, sem var sunnudagur, þustu margir eldsnemma til sundhallar Akureyrar; vildu menn sem fyrst losa sig við hin sunnlenzku óhreinindi af líkama sínum. Aðrir lögðu aftur á móti leið sína í kirkju bæjarins til þess að kynna sér, hvað presturinn, er messa skyldi þennan morgun, hefði fram að færa af andlegu fóðri. Eftir hádegið lá leið okkar inn Eyjafjörð, einhverja fegurstu sveit á landinu. Þar skoðuðum við Grundarkirkju og Saurbæj- arkirkju, sem er torfkirkja. Eyjafjörður hef- 12 Atlavík. ur sem kunnugt er upp á óteljandi sögu- staði að bjóða, en við létum okkur þessa nægja, en litum aðra úr fjarlægð. Þetta kvöld höfðum við velsótta samkomu í sal kristniboðshússins á Akureyri. Eftir þá sam- komu var okkur boðið til kaffidrykkju á heimili formanns K.F.U.M. og K. á Akur- eyri, Björgvins Jörgenssonar, söngstjóra, og Bryndísar Böðvarsdóttur, konu hans. Daginn eftir lá leið okkar að Goðafossi, síðan að byggðasafninu á Grenjaðarstað. Þá skoðuðum við einnig Ystahver í Reykja- hverfi, sem gaus fyrir okkur fallegu gosi. Hver þessi mun vera stærsti hver á Norður- landi. Síðdegis var komið til Húsavíkur; þaðan fórum við yfir Reykjaheiði og niður í Kelduhverfi; þar er sá frægi staður Ás- byrgi. Segir gömul þjóðsögn, að byrgið sé spor eftir Sleipni, hest Óðins, Óðinn hefur þá að öllum líkindum verið á reiðtúr um himingeiminn.. Nú hallast menn að því, að þetta sé gamall farvegur Jökulsár í Axar- firði. Á þessum fagra og sérkennilega stað áðum við góða stund. Þá lá leið okkar að Dettifossi, litum við þann hrikalega foss í kveldhúminu. Þarna fleygist hið mikla vatnsmagn jökulsárinnar niður í gínandi gljúfrið og myndar ógurleg straumköst og hringiðu á botninum; er engu líkara en áin liggi þar í fjörbrotum eftir fallið. Þéttur JÓLAKLUKKUR

x

Jólaklukkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jólaklukkur
https://timarit.is/publication/1831

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.