Jólaklukkur - 01.12.1958, Side 15
úðamökkur fyllir gljúfrið. Þetta er afar-
tilkomumikil sjón.
Það var komið miðnætti, þegar við kom-
um að Grímsstöðum á Fjöllum. Þar feng-
um við ágætar móttökur á allan hátt;
svefnstaður okkar var samkomubraggi, sem
stóð þar í túninu.
Morguninn eftir vorum við snemma á
fótum; sólskin var og blíða; drukkum við
morgunkaffið í steikjandi sólarhitanum á
grasbala fyrir framan braggann. Síðan var
lagt af stað, nú lá leiðin til Austurlands;
það var fremur gróðurlítið land, sem við
ókum yfir; þó er Möðrudalur undan skil-
inn með sinni fögru, hvítmáluðu kirkju.
Fjallahringur er þarna dásamlegur, ber
Herðubreið af, hvað fegurð snertir. Það er
sannkallaður konungur fjallanna, sveipað
geisladýrð sólarinnar og hjúp blárrar móðu
fjarlægðarinnar. Við ókum þarna klukku-
stund eftir klukkustund, en þetta tók enda,
og Jökuldalur birtist. Á hægri hönd höfð-
um við lengst af Jökulsá á Brú, kolmó-
rauða og straumharða. Að lokum blasti
við okkur Fljótsdalshérað blómlegt og
fagurt.
Síðdegis ókúm við yfir Lagarfljötsbrúna,
300 metra langa, að Egilsstöðum, miðstöð
héraðsins. Frá Egilsstöðum lá leið okkar
upp í Hjaltastaðáþingá að félagsheimilinu
þar. Tók þar á móti okkur bóndinn í
Rauðholti, Sævar Sigbjarnarson, en hann
hafði útvegað okkur félagsheimilið til að-
seturs, meðan dvalizt yrði þar í sveitinni. í
sal félagsheimilisins höfðum við ágæta
kvöldvöku um kveldið.
Morguninn eftir var ákveðið að fara að
sjá Borgarfjörð, sem er rómaður mjög fyrir
fegurð. Báðum við Sævar að gerast leiðsögu-
maður okkar þangað. Gaf Sævar okkur á-
gætar upplýsingar um sögu sveitarinnar;
hafði hann hljóðnema bifreiðarinnar í sín-'
um höndum og gaf okkur skýringu á öllu
um leið og bifreiðin ók í átt til Borgar-
JÓLAKLUKKUR
Krossinn í Njarðvíkurskriðum.
fjarðar. Sævar fræddi okkur á því m. a.,
að hér hefði Uni Garðarsson, kallaður hinn
danski, numið land. Sýndi hann okkur
Unaós, þar sem Uni byggði bæ sinn. Nú
er Unaós langt upp í landi; hafa ár þær er
falla í héraðsfló séð um það. — Þegar kom-
ið er upp í Vatnskarð, sést afar vítt yfir
hérað og Héraðsflóa allt til Langaness. —
Við vorum afar heppin, hvað skyggni var
gott þennan dag. Á þessari leið er farið yfir
svonefndar Njarðvíkurskriður, þóttu þær
afar hættulegar yfirferðar áður fyrr, en
nú er kominn ágætur bílyegur yfir skrið-
urnar; all lirikalegt er samt að horfa af
ve.garbrúninni og niður í fjöruna. Norðan
við miðjar skriðurnar er trékross við veginn
með latneskri áletrun: „Effigiem Christi
qui transis pronus honora. — Anno
MCCCVI.“ Stóð kross þessi áður á gras-
jaðri ofan við götuna. Hann hefur oft verið
endurnýjaður, en jafnan með sömu áletrun.
Segja munnmæli, að laust eftir 1300 hafi
óvættur, er Naddi nafndist, hafzt við í
helli, sem er ofarlega í gili því, er Nadda-
13