Jökull


Jökull - 01.01.2017, Blaðsíða 81

Jökull - 01.01.2017, Blaðsíða 81
Halldór Ólafsson fyrir hátíðirnar. Um kvöldið áttum við notalega stund á hótelbarnum áður en gengið var til náða. Á Þorláksmessu fórum við snemma á fætur og strax að loknum morgunverði ókum við upp í Leir- botna, en gengum þaðan á skíðum til eldstöðvanna. Þangað var komið í birtingu en ekki var staldrað lengi við, því allt var þar með kyrrum kjörum. Við héldum því til baka í Reynihlíðarhótel, tókum saman farang- ur okkar og lögðum af stað áleiðis til Reykjavíkur um hádegi. Á leiðinni til Akureyrar hætti rafall bílsins að hlaða svo ekki var um annað að ræða en fara með bílinn á verkstæði þar. Viðgerðinni lauk ekki fyrr en undir kvöld því einnig þurfti að gera við leku vatns- dæluna. Þegar við lögðum af stað frá Akureyri kl. 19:30 var kominn norðan kafaldsbylur og fljótlega tók færið að þyngjast. Sæmilega gekk þó yfir Öxnadalsheiði og Vatnsskarð þar sem hvergi hafði dregið í langa skafla. Þegar komið var niður að Bólstaðarhlíð voru allir fé- lagar mínir steinsofnaðir svo ég keyrði bílinn út í kant og lagði mig líka. Ég vaknaði um hálftíma síðar og ók af stað, en þá var snjókoman orðin svo dimm að varla grillti milli stika. Til að stytta mér leið, ákvað ég að keyra Svínvetningabraut sunnan Svínavatns og allt gekk það vel í fyrstu þótt skyggni væri harla lít- ið. Þegar ég var búinn að keyra í um klukkutíma og alltaf þyngdist færið, fór mig að gruna að ég væri ekki á réttri leið, hefði með réttu átt að vera kominn að Stóru-Giljá. Ég sá nú glitta í ljóstýru framundan til vinstri, stoppaði bílinn, vakti Guðmund og sagði mínar farir ekki sléttar, ég væri orðinn villtur í fyrsta sinn á ævinni. Þetta fannst honum afskaplega fynd- ið, en mér aldeilis ekki. Er Guðmundur hafði strítt mér nægjanlega að hans dómi, gölluðum við okkur í rauða anórakka stofnunarinnar og keifuðum í hunds- lappadrífu gegnum skafla í átt að ljósinu framundan. Er við nálguðumst sáum við að það kom frá glugg- um í nýlegu íbúðarhúsi sem stóð á dálitlum hól. Þar sem við stóðum þarna á hlaðinu barst að vitum okk- ar þessi indælis hangikjötsilmur sem minnti okkur á nálægð jólanna. Ég bankaði þrjú högg á hurðina að gömlum og góðum sið en enginn ansaði. Eftir drykk- langa stund og fleiri högg kom til dyra smá snáði og horfði stórum augum á þessar rauðklæddu verur sem birtust þarna fyrir framan hann. Áður en við gátum borið upp erindið þaut drengurinn inn í húsið óðamála og æpandi um jólasveina sem komnir væru og kallaði á pabba sinn. Bóndi kom að vörmu spori og þegar við höfðum kynnt okkur sagði ég honum hvernig komið væri fyrir okkur, við værum á leið til Reykjavíkur en greinilega ekki á réttum vegi. Bóndinn brosti góðlát- lega og sagði að við værum að vísu á stystu leiðinni til Reykjavíkur frá bænum hans, en töluvert væri hún torfær á þessum tíma árs. Hann sagði okkur nú að við værum staddir hjá bænum Hrafnabjörgum og það væri fremsta býlið í Svínadal. Við skyldum því snúa til baka og taka aðeins vinstri beygjur við gatnamót, eins og við hefðum greinilega gert hingað til, þar til við kæmum á þjóðveginn við Stóru-Giljá. Á meðan þessu fór fram sváfu Axel, Gestur og Karl svefni hinna rétt- látu úti í bíl og rétt rumskuðu þegar við Guðmundur komum til baka. Auðvitað fór ég að ráðleggingum bónda, tók vinstri beygju við næstu gatnamót, sá villu míns vegar, og við komumst heilu og höldnu á þjóð- veginn við Stóru-Giljá. Það sem eftir lifði leiðar gekk allt eins og í sögu, enda slotaði snjókomunni þegar komið var í Víðidal og heiðríkt þegar Holtavörðuheiði var að baki. Við komum loks til Reykjavíkur kl. 04:30 á stjörnuprýddum morgni aðfangadags undir bragandi norðurljósum. 76 JÖKULL No. 67, 2017
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95

x

Jökull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.