Jökull


Jökull - 01.01.2017, Blaðsíða 70

Jökull - 01.01.2017, Blaðsíða 70
Reviewed research article Jöklabreytingar 1930–1970, 1970–1995, 1995–2015 og 2015–2016 Bergur Einarsson Veðurstofu Íslands, Bústaðavegi 9, 108 Reykjavík; bergur@vedur.is YFIRLIT — Upplýsingar bárust frá 35 sporðamælistöðum haustið 2016. Þar af mælist hop á 21 stað en framgangur á 5 stöðum. Einn jökuljaðar stendur í stað. Mæling náðist ekki á 8 stöðum vegna snjóskafla við jaðar, veðurs eða fljótandi jaka á lóni framan við jökulinn. ATHUGASEMDIR OG VIÐAUKAR Nú líkt og öll ár það sem af er þessari öld hopar mik- ill meirihluti jökulsporða. Hlýnun og aukin leysing hefur enda verið umtalsverð samanborið við seinustu áratugina fyrir aldamót. Það er því viðbúið að jökl- arnir séu ekki í jafnvægi við núverandi loftslag og hörfi. Framgangur mælist þó á 5 stöðum. Á þrem- ur af þeim liggur jökullinn í jaðarlóni en við slíkar aðstæður geta orðið óreglulegar breytingar, ótengdar loftslagi, á jökulsporðinum. Einnig má vera að fram- gangur sé tilkominn vegna jákvæðrar afkomu jökulár- ið 2014–2015. Snæfellsjökull Hyrningsjökull og Jökulháls – Samkvæmt skýrslum Hallsteins Haraldssonar voru ennþá talsverðir skaflar frá seinustu tveimur árum við jökulröndina. Á hvor- ugum staðnum var því hægt að mæla jökulsporðinn. Drangajökull Kaldalónsjökull og Reykjarfjarðarjökull – Kaldalóns- jökull þynnist umtalsvert milli ára og bergbrúnir hafa komið í ljós í honum samkvæmt skýrslu Viðars Más Matthíassonar. Bergbrúnirnar eru í um 200–250 m hæð og fram af þeim fellur foss sem hverfur svo aftur undir jökulinn neðan við brúnirnar. Það er ekki einungis jökullinn sem lætur á sjá í Kaldalóni heldur einnig langærar fannir og skafl- ar. Haustið 2016 var Þresti Jóhannessyni flogið ásamt Kristjáni Rafni Guðmundssyni yfir í Reykjarfjörð til mælinga á Reykjarfjarðarjökli en þeir gengu svo yfir í Kaldalón, líkt og Þröstur hefur oft gert áður. Í skýrslu Þrastar segir: „Í öllum mínum ferðum fram að þessari hefur ávallt verið hægt að skíða töluvert neðar Kaldalóns- megin en Reykjarfjarðarmegin. Nú bar svo við að jök- ulísinn tók við í 700 m hæð ofan við Kaldalón [sam- anborið við 650 m hæð Reykjarfjarðarmegin] og því urðum við að skipta yfir á broddana eftir aðeins um 100 m lækkun. Skaflinn sem áður var hluti af leiðar- lýsingu á gamalli gönguleið vestan megin í Kaldalóni og ég hef áður minnst á, var nú varla sjáanlegur og lentum við í töluverðu basli að komast niður síðustu 100 m í Kaldalóni. Þarna er klettabelti og Einangurs- áin rennur í gljúfri sem ófært er yfir að fara í þessari hæð.“ Leirufjarðarjökull – Leirufjarðarjökull hopar á und- anförnum árum, líkt og Kaldalónsjökull, umtalsvert minna heldur en Reykjarfjarðarjökull. Norðurlandsjöklar Deildardalsjökull – Líkt og fyrri ár var ekki hægt að ná nákvæmri mælingu við sporð Deildardalsjökuls vegna snjóa. Í skýrslu Skafta Brynjólfssonar segir: „Fyrningar frá 2013, 2014 og 2015 hylja sporð að hluta, meðal annars mælilínur. Þó er nær allur vetr- arsnjór bráðnaður og talsvert gengið á fyrningar eftir hlýtt sumar og haust. Tröllaskagajöklar hafa því nei- kvæða afkomu, afkomuárið 2015–2016, eftir þrjú ár með afkomu jákvæða eða í jafnvægi.“ JÖKULL No. 67, 2017 65
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95

x

Jökull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.