Jökull


Jökull - 01.01.2017, Blaðsíða 57

Jökull - 01.01.2017, Blaðsíða 57
Snævarr Guðmundsson og Helgi Björnsson 1. mynd/Figure 1. Suðausturland og Vatnajökull. Stjörnur vísa á myndatökustaði sem koma við sögu. – A map showing the southeastern Vatnajökull ice cap. Stars indicate where the photographs below were taken. Heimildir/References. Landmælingar Íslands. ingana Sigurð Þórarinsson (1912–1983) og Steinþór Sigurðsson (1904–1947) auk Helga Arasonar (1893– 1972) frá Fagurhólsmýri og Flosa Björnssonar (1906– 1993) á Kvískerjum í Öræfasveit. Elstu myndirnar sem við beinum athygli að í þetta sinn tóku danskir landmælingamenn um 1904. Þá stóð danska herforingjaráðið að kortlagningu Íslands. Árin 1903 og 1904 var Austur-Skaftafellssýsla mæld (Ágúst Böðvarsson, 1996). Mælingamönnum til að- stoðar var þjóð- og fornleifafræðingurinn Daniel Bru- un (1856–1931) sem ferðaðist mikið um Ísland á fyrstu árum 20. aldar. Hann ritaði nokkrar bækur um land og þjóð og skildi eftir sig safn mynda og teikn- inga, m.a. frá Vatnajökli norðan- og sunnanverðum. Þegar landmælingarnar fóru fram voru jöklar eilít- ið teknir að hopa, eftir að hafa náð hámarksútbreiðslu um 1880–1890, á sögulegum tíma. Það árabil mark- ar lok tímaskeiðs sem gjarnan er nefnt litla ísöldin og hafði þá staðið yfir í nokkrar aldir. Á því skeiði var loftslag kaldara en nú er, hafís tíður við strend- ur landsins og jöklar döfnuðu og stækkuðu. Á 16. til 19. öld gengu jöklar fram dali og niður á láglendi. Í Austur-Skaftafellssýslu höfðu þeir mikil áhrif á lífs- viðurværi fólks. Jökulhlaup féllu frá inniluktum döl- um, þar sem lón höfðu safnast upp, sumstaðar árlega og jökulkvíslar frá skriðjökulstungum flæmdust yfir sléttlendi og spilltu ræktarlöndum. Sú varð raunin fram á 20. öld (Helgi Björnsson, 2009). Eftir 1890 stóðu jöklar í stað eða tóku að hopa. Kort danska her- foringjaráðsins sýna því jökla einungis 15–20 árum eftir að þeir höfðu náð hámarksstærð. Aðrar myndir sem koma hér við sögu voru tekn- ar á fjórða áratug 20. aldar, af Sigurði Þórarins- syni, Helga Arasyni og frá loftskipinu Graf Zeppel- in. Myndir þeirra sýna stöðu jöklanna á tímabili þar 52 JÖKULL No. 67, 2017
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95

x

Jökull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.