Jökull


Jökull - 01.01.2017, Side 57

Jökull - 01.01.2017, Side 57
Snævarr Guðmundsson og Helgi Björnsson 1. mynd/Figure 1. Suðausturland og Vatnajökull. Stjörnur vísa á myndatökustaði sem koma við sögu. – A map showing the southeastern Vatnajökull ice cap. Stars indicate where the photographs below were taken. Heimildir/References. Landmælingar Íslands. ingana Sigurð Þórarinsson (1912–1983) og Steinþór Sigurðsson (1904–1947) auk Helga Arasonar (1893– 1972) frá Fagurhólsmýri og Flosa Björnssonar (1906– 1993) á Kvískerjum í Öræfasveit. Elstu myndirnar sem við beinum athygli að í þetta sinn tóku danskir landmælingamenn um 1904. Þá stóð danska herforingjaráðið að kortlagningu Íslands. Árin 1903 og 1904 var Austur-Skaftafellssýsla mæld (Ágúst Böðvarsson, 1996). Mælingamönnum til að- stoðar var þjóð- og fornleifafræðingurinn Daniel Bru- un (1856–1931) sem ferðaðist mikið um Ísland á fyrstu árum 20. aldar. Hann ritaði nokkrar bækur um land og þjóð og skildi eftir sig safn mynda og teikn- inga, m.a. frá Vatnajökli norðan- og sunnanverðum. Þegar landmælingarnar fóru fram voru jöklar eilít- ið teknir að hopa, eftir að hafa náð hámarksútbreiðslu um 1880–1890, á sögulegum tíma. Það árabil mark- ar lok tímaskeiðs sem gjarnan er nefnt litla ísöldin og hafði þá staðið yfir í nokkrar aldir. Á því skeiði var loftslag kaldara en nú er, hafís tíður við strend- ur landsins og jöklar döfnuðu og stækkuðu. Á 16. til 19. öld gengu jöklar fram dali og niður á láglendi. Í Austur-Skaftafellssýslu höfðu þeir mikil áhrif á lífs- viðurværi fólks. Jökulhlaup féllu frá inniluktum döl- um, þar sem lón höfðu safnast upp, sumstaðar árlega og jökulkvíslar frá skriðjökulstungum flæmdust yfir sléttlendi og spilltu ræktarlöndum. Sú varð raunin fram á 20. öld (Helgi Björnsson, 2009). Eftir 1890 stóðu jöklar í stað eða tóku að hopa. Kort danska her- foringjaráðsins sýna því jökla einungis 15–20 árum eftir að þeir höfðu náð hámarksstærð. Aðrar myndir sem koma hér við sögu voru tekn- ar á fjórða áratug 20. aldar, af Sigurði Þórarins- syni, Helga Arasyni og frá loftskipinu Graf Zeppel- in. Myndir þeirra sýna stöðu jöklanna á tímabili þar 52 JÖKULL No. 67, 2017

x

Jökull

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.