Jökull - 01.01.2017, Blaðsíða 91
Society report
VORFERÐ JÖRFÍ 2.–10. júní 2017
Finnur Pálsson
Jarðvísindastofnun Háskólans, Öskju, Sturlugötu 7, 101 Reykjavík, fp@hi.is
Í vorferð JÖRFÍ á Vatnajökul voru að vanda félags-
menn, bæði lærðir og leikir, nemendur í jöklatengdum
vísindum og nokkrir aðrir. Undanfarar fóru á þrem bíl-
um snemma dags föstudaginn 2. júní, um Jökulheima
inn að jökli til að kanna leiðir á jökulinn. Reynd-
ist greiðast að fara á nær sama stað og nokkur síð-
ustu ár. Aðrir fylgdu í kjölfarið síðdegis og voru í
Jökulheimum nokkru fyrir miðnætti. Þarna var sam-
an kominn 29 manna hópur leiðangursmanna auk sjö
manna sem tengdust frönsku kvikmyndagerðarfólki.
Í þann mund sem lagt var af stað á jökul á laug-
ardagsmorgni bættust enn við þrír, fylgdarmaður og
tveir franskir kvikmyndagerðarmenn. Hópurinn hélt á
jökul á snjóbíl, sjö vélsleðum og átta bílum. Ferðin
sóttist vel veður hagstætt og færið gott nær alla leið-
ina. Stærstur hluti hópsins kominn á Grímsfjall upp úr
miðjum degi. Vélsleðahópurinn byrjaði strax á upp-
leiðinni vinnu við mælingar og viðhaldsverk á föstum
mælistöðvum. Framan af vikunni var veður óhagstætt
til verka úti á jökli, en þó engin aftök. Sunnudagurinn
var sýnu verstur og nýttur til ýmissa verkefna á Gríms-
fjalli til að undirbúa komandi vinnudaga. Stærri hópur
kvikmyndagerðarfólksins sneri aftur niður jökul strax
síðdegis á laugardag, en hinir fylgdu helgarhluta hóps-
ins (7 manns) síðdegis á mánudegi.
Frá þriðjudegi var veður gott til útiverka, sérstak-
lega fimmtudagurinn sem reyndist skila bestum af-
köstum, við mælingar, viðahald og uppsetningu mæli-
stöðva og viðhaldsvinnu á Grímsfjalli. Auk árlegr-
ar mælingar JÖRFÍ á vetrarafkomu Grímsvatna, voru
unnin allmörg mælingaverkefni einkum á vegum Jarð-
vísindastofnunar Háskólans, Veðurstofu Íslands og
Háskólans í Gautaborg.
Helstu rannsóknarverkefni voru eftirtalin:
1. Vetrarsnjór á mælistað í Grímsvötnum reyndist
6.36 m eða 3.45 m að vatnsgildi. Vetrarafkoma var
einnig mæld á fjórum stöðum norðan Grímsvatna,
þremur á Bárðarbungu, einnig á Háubungu og rétt
norðan skersins Vattar í Skeiðarárjökli. Reyndist
vetrarsnjór með mesta móti á öllum þessum stöðum.
2. Settar voru upp sjálfvirkar veðurstöðvar á Bárðar-
bungu og á Skeiðarárjökul, og afkoman mæld.
Vetrarafkoma mæld á nýjum mælistað í um 1200 m
hæð norðan Vattar í Skeiðarárjökli. – Winter mass
balance measured at a new site, at ∼1200 m on
Skeiðarárjökull. Ljósm./Photo. Finnur Pálsson.
3. Vel tókst til við mælingar á um 500 km íssjár-
mælisniða á milli og sunnan Skaftárkatla en einnig í
eystri Skaftárkatli og austan hans. Þar var einnig mælt
með 50 MHz georadar til að skoða innri lög í efst í
jöklinum, einkum til að kanna breytileika snjósöfn-
unar innan og utan ketilsins. Georadarinn (50MHz)
var einnig notaður til að kanna landslag við jökulbotn
sunnan í vestari Svíahnúk. Þá tókst að finna mæla-
tunnu Veðurstofunnar á Brúarjökli með radarnum, en
eitt viðhaldsverkefna var að finna hana og kom upp
á yfirborð til að hægt verð að setja þar að nýju jarð-
skjálftamæli síðar á árinu.
4. Í fyrsta sinn var notaður LiDARskanni til að kort-
leggja landslag í Grímsvötnum, einkum við gosstöðv-
arnar frá 2004 og 2011, einnig eystri Skaftárketilinn.
5. Eins og síðustu ár var unnið að mælingum á ýms-
um gastegundum sem stíga upp úr berginu á Saltara,
í Kverkfjöllum en ekki síst upp úr ketilopinu sunnan
í Bárðarbungu. Á Saltara var komið fyrir sjálfvirkri
gasmælingastöð með fjarskiptasambandi.
86 JÖKULL No. 67, 2017