Jökull - 01.01.2017, Blaðsíða 82
Society report
Eldgos sunnan Gjástykkisbungu í mars 1980
Halldór Ólafsson
Suðurbraut 2, 220 Hafnarfjörður, hallo@hi.is
Þessi frásögn er byggð á vinnudagbók sem ég skráði
þegar ég var starfsmaður Norrænu eldfjallastöðvar-
innar.
Meðan á eldgosahrinunni stóð sem kennd var við
Kröflu og hófst í desember 1975, fóru fram margvís-
legar mælingar á jarðskorpu umbrotasvæðisins. Einn
þáttur þeirra mælinga, sem starfsmenn Norrænu eld-
fjallastöðvarinnar framkvæmdu, voru fjarlægðarmæl-
ingar með svokölluðum „geodimeter“ en það var öfl-
ugt „laser“ mælitæki sem gat varpað geisla allt að 25
km í þar til gerðan spegil. Spegillinn endurvarpaði svo
geislanum til tækisins og mældi tækið tímann sem tók
geislann að fara til spegilsins og aftur til baka. Með
þessu móti mátti fá mjög nákvæma vegalengd mælda
milli tækis og spegils. Mælingarnar fóru þannig fram
að tækinu var stillt upp kórrétt yfir fastmerki og á
sama hátt var spegli komið fyrir yfir því merki sem
mæla átti til.
Rúmu ári eftir upphaf Kröfluelda var okkur Sigur-
jóni Sindrasyni falið að setja út mælinganet yfir gliðn-
unarbeltið norðan Kröfluvirkjunar sem myndast hafði
vegna umbrotanna. Svæðið sem mest hreyfðist var frá
Leirhnjúk í suðri og að Hrútafjöllum í norðri og varð
því að ráði að við kæmum fastmerkjum fyrir á 5 til
7 km breiðu belti milli þessara staða. Í upphafi voru
merkin 42 sem við settum niður en þeim var fljótlega
fjölgað eftir því sem umbrotin urðu víðfeðmari.
Um miðjan mars 1980 var ég við mælingar sem
oftar í Gjástykki ásamt Eysteini Tryggvasyni jarðeðl-
isfræðingi. Fyrrihluta þessarar mælingaferðar höfðum
við fengið rysjótt veður og þess vegna orðið heldur lít-
ið úr verki því mælitækin voru viðkvæm fyrir úrkomu
og vindi. En þann 16. mars snéri til hins betra og
gerði afar gott veður, hægviðri og heiðríkju með vægu
frosti. Við Eysteinn vorum komnir á stjá í rauðabíti
til að nýta daginn sem best og drifum okkur upp að
Kröfluvirkjun þar sem við geymdum vélsleða stofn-
unarinnar en þeir voru ómissandi tæki vegna fannferg-
is á svæðinu. Útlit var fyrir að góðviðri héldist allan
daginn svo við ákváðum að byrja mælingarnar á þeim
merkjum sem lengst voru í burtu frá Leirhnjúk.
Fljótlegt var að bruna á vélsleðum eftir slétt-
um fannbreiðunum norður á Þeistareykjabungu en frá
merkinu þar var meiningin að hefja mælingar dags-
ins. Eftir að hafa aðstoðað Eystein við að stilla upp
geodimeternum fór ég austur á Skuggaklett, sem var
austasta og nyrsta og einnig fjarlægasta merkið í net-
inu, en kletturinn sá er á heiðinni skammt vestan Vest-
urdals. Þegar mælingu var lokið til Skuggakletts tók
ég spegilinn niður og dreifði síðan þeim fjórum spegl-
um sem tiltækir voru á austustu fastmerkin er sáust
frá Þeistareykjabungu. Þannig gekk þetta fyrir sig, ég
stillti speglum upp á merki en Eysteinn mældi, og að
mælingu lokinni tók ég speglana niður og dreifði svo
á næstu punkta. Svona var haldið áfram allan daginn
við bestu skilyrði í eindæma góðviðri og þegar mælt
hafði verið á öll merki sem sáust frá Þeistareykja-
bungu fór ég til Eysteins og hjálpaði honum að flytja
geodimeterinn á næsta stað sem var Sandfell, lágur
kubbabergskambur suðaustan í bungunni. Frá Sand-
felli mældum við á sömu merki og frá Þeistareykja-
bungu og þeim mælingum lauk um klukkan fjögur
síðdegis.
Þegar við vorum að taka saman tækin upp á Sand-
felli til að flytja þau á næsta mælingastað tók Eysteinn
eftir miklum hvítum gufubólstra sem virtist, frá okkur
séð, stíga upp frá borsvæðinu norðan Kröfluvirkjun-
ar. Fyrst héldum við að þeir Kröflumenn væru að láta
nýboraða holu blása en er við fórum að skoða bólstur-
inn betur sáum við að staðsetningin gat ekki verið rétt.
JÖKULL No. 67, 2017 77