Jökull


Jökull - 01.01.2017, Page 70

Jökull - 01.01.2017, Page 70
Reviewed research article Jöklabreytingar 1930–1970, 1970–1995, 1995–2015 og 2015–2016 Bergur Einarsson Veðurstofu Íslands, Bústaðavegi 9, 108 Reykjavík; bergur@vedur.is YFIRLIT — Upplýsingar bárust frá 35 sporðamælistöðum haustið 2016. Þar af mælist hop á 21 stað en framgangur á 5 stöðum. Einn jökuljaðar stendur í stað. Mæling náðist ekki á 8 stöðum vegna snjóskafla við jaðar, veðurs eða fljótandi jaka á lóni framan við jökulinn. ATHUGASEMDIR OG VIÐAUKAR Nú líkt og öll ár það sem af er þessari öld hopar mik- ill meirihluti jökulsporða. Hlýnun og aukin leysing hefur enda verið umtalsverð samanborið við seinustu áratugina fyrir aldamót. Það er því viðbúið að jökl- arnir séu ekki í jafnvægi við núverandi loftslag og hörfi. Framgangur mælist þó á 5 stöðum. Á þrem- ur af þeim liggur jökullinn í jaðarlóni en við slíkar aðstæður geta orðið óreglulegar breytingar, ótengdar loftslagi, á jökulsporðinum. Einnig má vera að fram- gangur sé tilkominn vegna jákvæðrar afkomu jökulár- ið 2014–2015. Snæfellsjökull Hyrningsjökull og Jökulháls – Samkvæmt skýrslum Hallsteins Haraldssonar voru ennþá talsverðir skaflar frá seinustu tveimur árum við jökulröndina. Á hvor- ugum staðnum var því hægt að mæla jökulsporðinn. Drangajökull Kaldalónsjökull og Reykjarfjarðarjökull – Kaldalóns- jökull þynnist umtalsvert milli ára og bergbrúnir hafa komið í ljós í honum samkvæmt skýrslu Viðars Más Matthíassonar. Bergbrúnirnar eru í um 200–250 m hæð og fram af þeim fellur foss sem hverfur svo aftur undir jökulinn neðan við brúnirnar. Það er ekki einungis jökullinn sem lætur á sjá í Kaldalóni heldur einnig langærar fannir og skafl- ar. Haustið 2016 var Þresti Jóhannessyni flogið ásamt Kristjáni Rafni Guðmundssyni yfir í Reykjarfjörð til mælinga á Reykjarfjarðarjökli en þeir gengu svo yfir í Kaldalón, líkt og Þröstur hefur oft gert áður. Í skýrslu Þrastar segir: „Í öllum mínum ferðum fram að þessari hefur ávallt verið hægt að skíða töluvert neðar Kaldalóns- megin en Reykjarfjarðarmegin. Nú bar svo við að jök- ulísinn tók við í 700 m hæð ofan við Kaldalón [sam- anborið við 650 m hæð Reykjarfjarðarmegin] og því urðum við að skipta yfir á broddana eftir aðeins um 100 m lækkun. Skaflinn sem áður var hluti af leiðar- lýsingu á gamalli gönguleið vestan megin í Kaldalóni og ég hef áður minnst á, var nú varla sjáanlegur og lentum við í töluverðu basli að komast niður síðustu 100 m í Kaldalóni. Þarna er klettabelti og Einangurs- áin rennur í gljúfri sem ófært er yfir að fara í þessari hæð.“ Leirufjarðarjökull – Leirufjarðarjökull hopar á und- anförnum árum, líkt og Kaldalónsjökull, umtalsvert minna heldur en Reykjarfjarðarjökull. Norðurlandsjöklar Deildardalsjökull – Líkt og fyrri ár var ekki hægt að ná nákvæmri mælingu við sporð Deildardalsjökuls vegna snjóa. Í skýrslu Skafta Brynjólfssonar segir: „Fyrningar frá 2013, 2014 og 2015 hylja sporð að hluta, meðal annars mælilínur. Þó er nær allur vetr- arsnjór bráðnaður og talsvert gengið á fyrningar eftir hlýtt sumar og haust. Tröllaskagajöklar hafa því nei- kvæða afkomu, afkomuárið 2015–2016, eftir þrjú ár með afkomu jákvæða eða í jafnvægi.“ JÖKULL No. 67, 2017 65

x

Jökull

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.