Skinfaxi - 01.02.2018, Page 11
SKINFAXI 11
Hvernig fræðslu
um forvarnir
kallar ungt fólk
eftir?
• Áhrif af rafrettum, skaðsemi
þeirra og langvarandi áhrif.
• Fræðslu og umræðu um
geðheilbrigðismál, kvíða,
stress og þunglyndi.
- Hvernig sé hægt að nýta
stress á jákvæðan hátt.
- Hvenær sé eðlilegt að vera
kvíðinn og/eða stressaður
og hvenær þetta sé komið
yfr heilbrigð mörk.
• Þjálfun og næring
- Hver eru einkenni ofþjálf-
unar og hvað er til ráða ef
maður upplifr einkennin?
- Næringarfræði, átröskun
og fæðubótarefni: Hvað
þarf líkaminn? Hvaða
fæðubótarefni eru í lagi?
Þarf að taka inn fæðu-
bótarefni?
Hvar er hægt að leita sér
aðstoðar?
• Samfélagsmiðlar
- Hver eru áhrif samfélags-
miðla á líkama og sál?
- Geta áhrifn valdið kvíða,
streitu og þunglyndi og
haft neikvæð áhrif á svefn?
- Hvað er eðlilegt að verja
löngum tíma á netinu á
dag?
Ungmennafélög stofni ungmennaráð
Í umræðupartýunum kom fram
nokkuð mótsagnakennd afstaða
til þeirra félaga sem ungmennin
eiga aðild að. Þeim finnast félög
in nefnilega bæði bæði vera nú
tíma leg og gamaldags. Mörg
félög nýta sér samfélagsmiðla til
þess að koma upplýsingum á
fram færi. Aftur á móti má ekki
gleyma því að oft reynist sú
gamla aðferð vel að fara og hitta
fólk í eigin persónu. Það er við
bót við það að nota samfélags
miðla til að koma upplýsingum
á framfæri.
Lítið er um að ungt fólk sitji
í stjórnum eða nefndum félaga
og því er hætta á því að félögum
takist ekki að koma fyllilega til
móts við ungmennin. Þetta veld
ur því að raddir ungmenna heyr
ist ekki á þeim stað þar sem hún
á að heyrast. Til viðbótar upplifa
ung menni mjög takmarkað að
gengi að stjórnum félaganna í
sumum tilfellum. Að auki upp
lifa ungmenni athafnir stjórn
anna sem nokkurs konar for
eldra og/eða afa og ömmustarf.
Sum ungmenni upplifa sig
aðeins sem neytendur félaga en
ekki sem þátttakendur. Ung
menni greiða æfingagjöld sem
þeim finnast oft á tíðum há. Það
getur leitt til þess að iðkendur sjá
ekki ástæðu til að leggja meira á
sig fyrir félög sín.
Ein hugmynd, sem kom
fram í umræðupartýunum, var
að stofna ungmennaráð innan
hvers ungmennafélags. Ráðið
verður að hafa skýran tilgang
og hlutverk, vera málsvari ungs
fólks og vera sá aðili sem tekur að
sér að kynna starf viðkomandi
félags fyrir öðru ungu fólki til
þess að auka þátttöku unga fólks
ins innan þess.
Besta leiðin til að
ná til ungs fólks
Í umræðupartýunum komu
eðli lega upp vangaveltur um
það hvernig best og árangurs-
ríkast væri að koma fræðslu
og upplýs ingum á fram færi
við ungmenni.
• Ungmenni voru sammála
því að jafningjafræðsla
væri það sem virkaði best.
Það væri marktæ kasta
leiðin.
• Stutt myndbönd með húmor
ná vel til ungs fólks.
• Betra er að einblína á
jákvæða þætti en að höfða
til hræðslu og draga fram
skaðlega þætti þess sem
fjallað er um.
• Mikilvægt er að halda
áfram að ræða um ýmis
mál sem flokkast til óþægi-
legra mála eða „tabúa“.
GÓÐA SKEMMTUN
Á
Krossey / ��� Hornafjörður / ��� ���� / www.sth.is
LANDSMÓTI