Skinfaxi - 01.02.2018, Blaðsíða 16
16 SKINFAXI
Landsmótið hefur
góð áhrif á Sauðárkrók
Ingibjörg Klara, Sigríður og Þorvaldur bregða á leik á útikörfuboltavellinum á Sauðárkróki.
Það er ærið verkefni að skipuleggja stóra viðburði á borð við Lands-
mót á Sauðárkróki. Ingibjörg Klara Helgadóttir, sem tók við for-
mennsku í Ungmennasambandi Skagafjarðar (UMSS) í vor, skellti
sér í körfubolta með þeim Þorvaldi Gröndal, frístundastjóra Skaga-
fjarðar, og Sigríði Svavarsdóttur, formanni landsmótsnefndar.
Þau voru spurð út í hitt og þetta tengt Landsmótinu og mótahaldi
almennt. Skagfirðingar eru nefnilega engir nýgræðingar á sviði stór-
móta sem hafa verið haldin í sveitarfélaginu um áratuga skeið.
Í bænum hafa tvisvar verið haldin Landsmót UMFÍ og Unglinga-
landsmót UMFÍ á Sauðárkróki í þrígang (2004, 2009 og 2014).
Þau eru sammála um að mótahald UMFÍ hafi góð áhrif. Á Sauðár-
króki hafa íþróttamannvirki og aðstaða til íþróttaiðkunar verið
tekin í gegn í tengslum við mótahald auk þess sem mótin hafa góð
áhrif á íþróttaiðkun ungmenna og bæjarbúa almennt.
Íþróttamannvirkin byggð upp
„Mót eins og þetta hefur gríðarlega góð áhrif í sveitarfélaginu. Hér
hefur verið mikil uppbygging íþróttamannvirkja í gegnum tíðina.
Frjálsíþróttavöllurinn hér er góður og nú nýlega var vígður nýr gervi-
grasvöllur sem mun nýtast vel fyrir Landsmótið. Mót sem þetta hefur
góð áhrif fyrir íbúa og fyrirtæki í sveitarfélaginu Skagafirði, enda
má búast við miklum fjölda fólks í fjörðinn í tengslum við mótið. Mér
finnst mjög gott að fá Landsmótið í Skagafjörð og ekki síður að finna
að fólkið hér er jákvætt fyrir því. Einnig hefur það góð og upp-
byggjandi áhrif á unga fólkið okkar því að búast má við því að
hingað muni koma þekkt nöfn úr íþróttum, meðal annars til að
keppa á Meistaramótinu í frjálsum,“ segir Klara Helgadóttir.
I N G I B J Ö R G K L A R A H E L G A D Ó T T I R :
Íbúar snúa bökum saman
„Við höfum haldið Landsmót áður, Unglingalandsmót og svo önnur
mót. Þótt þetta Landsmót sé með öðru sniði en fyrri mót og önnur
mót þá er skipulagið alltaf það sama. Það er einhugur í íbúum
sveitarfélagsins og við í nefndinni vinnum öll saman að því að
gera gott mót,“ segir Sigríður Svavarsdóttir, formaður Landsmóts-
nefndarinnar.
Af fjölbreyttri dagskránni segist Sigríður hafa áhuga á að fara
í þriggja tinda göngu og taka þátt í hlaupunum ásamt því að
prófa ýmsar aðrar greinar sem hún hefur ekki snert á áður. „Mig
langar líka í pútt og svo margt fleira,“ segir Sigríður.
S I G R Í Ð U R S VAVA R S D Ó T T I R :