Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.03.2018, Qupperneq 4

Skinfaxi - 01.03.2018, Qupperneq 4
4 SKINFAXI Nú er að baki viðburðaríkt sumar hjá UMFÍ og sambandsaðilum. Ber þar hæst Landsmót með nýju sniði á Sauðárkróki og vel heppn- að Unglingalandsmót UMFÍ í Þorlákshöfn. Þá eru ónefnd ýmis minni mót sam bandsaðila um land allt. Undirstaðan að farsælu mótahaldi ung- mennafélagshreyfingarinnar hefur frá upp- hafi verið fjöldi sjálfboðaliða sem eru alltaf reiðu bú nir til að leggja fram starfskrafta sína. Það er ekki alltaf sem áhorfendur og keppend- ur gera sér grein fyrir öllum þeim handtökum sem vinna þarf svo að mót geti farið fram. Kemur þar bæði til undirbúningsvinnan fyrir mót, handtökin sem nauðsynleg eru á keppn- isdegi svo að allt gangi greið lega og svo frá- gangurinn eftir hvert einasta mót. Undirbún- ingur og frágangur eru atriði sem áhorfend- ur sjá sjaldnast en eru for senda skemmtilegra og árangursríkra keppnisdaga. Á undanförnum árum hefur samkeppni um frítíma fólks aukist, ekki síst með vaxandi vel- megun í þjóðfélaginu. Sífellt erfiðara er því að manna störf í kringum mót og keppnir án þess að greiðsla af einhverju tagi komi á móti. Við sjáum líka að sífellt eru gerðar meiri kröfur til starfs íþróttafélaga. Aukin aðkoma og stuðningur sveitarfélaga við iðkendur kall- ar á skýrslugerð og utanumhald. Foreldrar og iðkendur sjálfir gera kröfur um betur mennt- aða þjálfara. Þessar auknu kröfur hafa í för með sér að rekstrarkostnaður eykst. Það veld- ur því svo að félögin þurfa að auka tekjur sín- ar. Krafan um auknar tekjur leiðir yfirleitt til hærri æfingagjalda þar sem setið er um fjár- muni frá styrktaraðilum. Það er vissulega áhyggjuefni þegar starfs- umhverfið breytist. Sveiflur í efnahagslífinu munu gera félögum jafnt sem heimilum erfitt fyrir þar sem tíma tek ur að aðlagast nýjum aðstæðum og vera kann að félögin þurfi draga úr þjónustu sinni eða leita til sjálf- boðaliða. Á þeim tíma sem ég hef starfað inn- an hreyfingarinnar hef ég oft verið spurður að því hve mikið ég fái greitt fyrir vinnu mína. Þegar ég svara því til að þetta sé sjálfboðastarf og að launin séu ánægjan hváir viðmæland- inn í flestum tilvikum: „Ha, ertu að vinna frítt, af hverju? Hvernig dettur þér það í hug?“ En starfið á sér marg- ar jákvæðar hliðar. Í gegnum það hef ég eignast marga kunningja og vini og komið að mörgum skemmtilegum verkefnum, bæði stórum og smáum. Það er gefandi að koma að verkefnum ungmennafélagshreyfingarin- nar og sjá þau vaxa, dafna og verða að veruleika. Ég hef heyrt að margir óttist að festast í sjálfboðavinnu og komist ekki burt, gefi þeir á annað borð kost á sér í slíkt. Það er því áskorun fyrir félögin að finna verkefni sem hæfa hverjum og einum og að verkefnin rúmist innan þess tíma sem félagar vilja láta af hendi. Þar geta félögin eflaust gert betur. Ég skora á sem flesta að kynna sér hvað félagið þeirra hafi upp á að bjóða fyrir þá sem vilja gefa af tíma símum í sjálf- boðaliðastörf. Undirstaða íþrótta- starfs hefur verið starf sjálfboðalið- ans og það er hreyf ingunni mikil- vægt að svo verði áfram. Margar hendur vinna létt verk, segir máltæk- ið. Það á svo sannarlega við um sjálfboðastörf innan ung- mennafélagshreyfingar- innar. Guðmundur Sigur- bergsson er gjaldkeri stjórnar UMFÍ Efnisyfirlit 18 Nýja Landsmótið tókst vel. 31 Gott að sofa meira – Alma D. Möller landlæknir 34 Fagmennska og trúverðugleiki félagasamtaka. 36 Hafa áhyggjur af því hvað mörg börn nota rafrettur. 38 Höfum alla með. 40 Hvernig fór hrunið með starf ungmannafélaganna? 42 Iðkendur sameinast í sjúkra- þjálfun. 6 Allir eru velkomnir til ungmenna- félaganna. 8 Það er langt síðan ég hef séð drenginn minn hlaupa – biathlon – Valdimar Gunnarsson 10 Guð, þetta var svo skemmtilegt mót – Brennóbombur á Landsmóti 12 Iðkendum fjölgar gríðarlega í Eyjafjarðarsveit. 14 Hver er stuðningur sveitarfélags- ins við íþróttafélagið þitt? 16 Samstarf skilar góðum árangri. 17 Rosalega skemmtileg óvissuferð. 22 Mér leið eins og Indiana Jones. 24 Unglingalandsmótið í Þorlákshöfn. 28 Góð ráð – Hvernig hrósar þú. 32 Öryggi iðkenda sett í öndvegi. Leiðari ALLRA HAGUR AÐ GEFA AF SÉR

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.