Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.03.2018, Blaðsíða 6

Skinfaxi - 01.03.2018, Blaðsíða 6
6 SKINFAXI Skinfaxi 3. tbl. 2018 Skinfaxi, tímarit Ungmennafélags Íslands, hefur komið út samfleytt síðan árið 1909. Blaðið kemur út ársfjórð- ungslega. Tímaritið dregur nafn sitt af hestinum fljúgandi sem dró vagn goð- sagnaverunnar Dags er ók um himin- hvolfið í norrænum sagnaheimi. RITSTJÓRI Jón Aðalsteinn Bergsveinsson ÁBYRGÐARMAÐUR Haukur Valtýsson, formaður UMFÍ RITNEFND Gunnar Gunnarsson formaður, Örn Guðnason, Eiður Andri Guðlaugsson, Elísabet Ásdís Kristjánsdóttir og Guð- munda Ólafsdóttir. LJÓSMYNDIR Haraldur Jónasson, Gunnar Gunnars- son, Jón Aðalsteinn Bergsveinsson, Hafsteinn Snær Þorsteinsson, Oscar Rybinski, Eysteinn Auðar Jónsson, Sabína Steinunn Halldórsdóttir o.fl. UMBROT OG HÖNNUN Indígó. PRÓFARKALESTUR Helgi Magnússon. AUGLÝSINGAR Miðlun ehf. o.fl. PRENTUN Ísafoldarprentsmiðja. FORSÍÐUMYND Forsíðumyndin, sem Jón Aðalsteinn tók, er af Fjollu Shala og Maciej Baginski. STJÓRN UMFÍ Haukur Valtýsson, formaður, Örn Guðna- son, varaformaður, Hrönn Jónsdóttir, ritari,Guðmundur Sigurbergsson, gjald- keri, Ragnheiður Högnadóttir, meðstjórn- andi, Gunnar Gunnarsson, meðstjórn- andi, og Jóhann Steinar Ingimundarson, meðstjórnandi VARASTJÓRN UMFÍ: Sigurður Óskar Jónsson, Gunnar Þór Gestsson, Lárus B. Lárusson og Helga Jóhannesdóttir. SKRIFSTOFA UMFÍ/SKINFAXA Þjónustumiðstöð UMFÍ, Sigtúni 42, 105 Reykjavík, sími: 568 2929. umfi@umfi.is – www.umfi.is STARFSFÓLK UMFÍ: Auður Inga Þorsteinsdóttir, framkvæmda- stjóri, Helgi Gunnarsson, fjármálastjóri, Jón Aðalsteinn Bergsveinsson, kynningar- fulltrúi og ritstjóri Skinfaxa, Ómar Bragi Stefánsson, landsfulltrúi og framkvæmda- stjóri Landsmóta (með aðsetur á Sauðár- króki), Sabína Steinunn Halldórsdóttir, landsfulltrúi og verkefnastjóri, Ragnheið- ur Sigurðardóttir, landsfulltrúi og verk- efnastjóri, og Guðbirna Kristín Þórðar- dóttir, ritari. UMFÍ Ungmennafélag Íslands, skammstafað UMFÍ, er landssamband ungmenna- félaga á Íslandi. UMFÍ var stofnað á Þingvöllum 2. ágúst 1907. Sambands- aðilar UMFÍ eru 29 talsins. Í hreyfing- unni eru nú um 160.000 félagar í rúm- lega 300 ungmenna- og íþróttafélögum um land allt. Hlutfallslega fá grunnskólabörn af erlendum uppruna taka þátt í skipulögðu íþróttastarfi. HSH vinnur hörðum höndum að því að breyta því. F jölmenningarhátíð var haldin fjórða árið í röð í Frystiklefanum í Rifi í október. Þar var Héraðssamband Snæfellsness og Hnappa- dalssýslu (HSH) með bás þar sem kynntar voru þær íþróttir sem aðildarfélög sambandsins bjóða upp á. Markhópurinn voru börn af erlendum uppruna en afar lítið hlutfall þess hóps íbúa á norðan- verðu Snæfellsnesi stundar skipulagðar íþróttir. „Fólk er almennt misduglegt að taka þátt í samfélaginu. Sumir eru komnir hingað til lands aðeins til að vinna en aðrir vilja taka þátt í hinu og þessu með öðru fólk. Við erum að reyna að ná til þeirra sem eru ekki í íþróttum. Þetta mun eflaust taka einhvern tíma. En ég er von- góð,“ segir Laufey Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri HSH. Hún segir um 80% íslenskra grunnskólabarna stunda íþróttir á sambands- svæðinu en innan við 20% barna af erlendum uppruna. HSH var einmitt eitt þeirra fimm félaga og íþróttahéraða sem hlutu styrk til að vinna að því að fjölga börnum sem eru af erlendu bergi brotin í skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi. Í tilefni af Fjölmenningarhátíðinni lét Laufey og ungmennafélagar á Snæfellsnesi búa til fjölnota poka merkta HSH. Í þeim voru stundar- töflur Umf.Víkings/Reynis, Umf. Grundarfjarðar og Umf. Snæfells á íslensku, pólsku og ensku auk upplýsinga um HSH. Þá voru í pokanum bæklingar sem ÍSÍ og UMFÍ hafa látið gera í tengslum við samstarfsverkefnið Vertu með. Þeir sem komu á bás HSH á fjölmenningarhátíðinni fengu auk þess tösku merkta HSH og ýmislegt fleira. Laufey var á básnum ásamt fimm ungmennum. Tvær stúlkur úr Grunnskóla Snæfellsbæjar, þær Margrét Vilhjálmsdóttir og Hanna Imgront héldu kynningu fyrir önnur ungmenni um það af hverju þær stunda íþróttir og hvaða kosti þær telja að íþróttaiðkun hafi fyrir aðra krakka. Til viðbótar voru með þeim þau Matthías, Kristófer og Aldís sem öll voru í peysum merktum HSH og voru búnar til fyrir Unglingalandsmót UMFÍ um síðustu verslunarmannahelgi. Þótt Fjölmenningarhátíðin sé að baki þá er verkefni HSH hvergi nærri lokið. „Kynningin er liður í því að styrkja HSH og kynna hvað ungmennafélögin á svæðinu hafa upp á að bjóða. Við höfum verið að dreifa fjölnotapokunum með upplýsingum um íþróttirnar til allra grunnskólabarna innan HSH-svæðisins og plakötum líka. Einkunnar- orðin okkkur eru að allir eru velkomnir að vera með og því þurfum við að ná til flestra,“ segir Laufey og vonar að átak sambandsins muni leiða til þess að fleiri börn af erlendum uppruna reyni fyrir sér í íþróttum á vegum félaganna innan HSH. Til að auðvelda fleirum að taka þátt geta börn sem greiða til ungmennafélags í Grundarfirði farið til æfinga í Stykkishólmi eða Ólafsvík og öfugt. „Félögin á Snæfellsnesi vinna öll að því að kynna starfsemi sína og íþróttir fyrir sem flesta og hafa því opnar æfingar fyrir alla,“ segir Laufey. Allir eru velkomnir til ungmennafélaganna Eins og sjá má var bás HSH rækilega merktur sambandinu og var þar mikið í boði. Laufey Helga Árnadóttir. HSH var með hugmyndakassa á kynningarbásnum á Fjölmenn- ingarhátíðinni. Þar skrifuðu börn og unglingar það sem þau vilja að ungmennafélögin á svæðinu bjóða upp á. Laufey tók niður- stöðurnar saman og sendi aðildarfélögum HSH. Það kom henni á óvart að flestir vilja að félögin fari að bjóða upp á skák.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.