Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.03.2018, Síða 8

Skinfaxi - 01.03.2018, Síða 8
8 SKINFAXI Biathlon er splunkuný íþróttagrein hér á landi. Valdimar Gunnarsson hjá UMSK er forvígismaður greinarinnar. Hann segist sannfærður um að þótt fjölbreytni í íþróttum sé mikil sameini biathlon svo margt og hægt sé að útfæra íþróttina á marga vegu. Það fjölgi möguleikunum fyrir þá sem hafi gaman af því að hreyfa sig. Biathlon hefur verið að hasla sér völl hér á landi á árinu. Margir þekkja greinina sem skíðaskot- fimi enda hefur verið keppt í henni á vetrar- ólympíuleikum um árabil og nýtur hún tals- verðra vinsælda utan landsteinanna. Í skíða- skotfimi er tvinnað saman skíðagöngu og skotfimi. Gengið er á skíðum með frjálsri aðferð ákveðna vegalengd og stoppað á stöku stað til að skjóta af riffli í mark á sérstökum skotsvæðum. Þátttakendur, sem standa sig ekki vel í skotfiminni, þurfa að hlaupa eða ganga refsihring á skíðunum. Markmiðið er að verða fljótastur í göngu- hlutanum og verða fyrstur í mark á sem stystum tíma. Biathlon var ein þeirra fjölmörgu greina sem boðið var upp á á Landsmótinu á Sauðárkróki í júlí í sumar. Þá voru skíðin fjarri góðu gamni. Í stað þess sprettu þátt- takendur úr spori og hlupu ákveðna vegalengd á milli þess sem þeir stoppuðu á skotsvæð um. Keppnin mæltist afar vel fyrir og skemmtu þátttakendur sér konunglega. Forvígismaður greinarinnar hér á landi er Valdimar Gunnars- son, framkvæmdastjóri Ungmennasambands Kjalarnesþings (UMSK). Hann hefur unnið að því ötullega að sá fræjum skotfim- innar hér á landi, haldið æfingamót og staðið fyrir reglulegum kynningum á greininni hjá Breiðabliki í Kópavogi, á bæjarhátíð- inni Í túninu heima í Mosfellsbæ og víðar. Það liggur auðvitað beinast við að spyrja: Af hverju þessi grein? „Við þurfum alltaf að velta fyrir okkur hvaða möguleikar bjóðist fólki til að stunda fjöl- breytta hreyfingu. Greinin þarf ekki endi- lega að stuðla að því að haldið verði Íslandsmeistaramót í henni eða annað alvarlegt. Það mikilvæga er að hafa gaman af þátt töku í hreyfingu og íþrótta- tengdri hreyfingu. Þegar ég fór á lands- mót DGI í Danmörku ásamt UMFÍ og fulltrúum sambandsaðila sumarið 2017 sá ég biathlon og hugsaði með mér að þarna væri eitthvað sem gæti komið fólki á hreyfingu,“ segir Valdimar. Það er langt síðan ég hef séð drenginn minn hlaupa Valdimar Gunnarsson hefur haldið nokkur æfingamót og haft kynningar víða á hlaupa- skotfiminni. Íþróttafólk er að hans sögn afar ánægt með greinina enda hægt að sameina hana svo mörgum öðrum greinum, þar á meðal eru hlaup og hjóreiðar auk skíðagöngu.

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.