Skinfaxi - 01.03.2018, Blaðsíða 12
12 SKINFAXI
„Það er mikill ungmennafélags-
andi hjá okkur, hann svífur yfir
öllu og það gengur vel,“ segir
Berglind Kristinsdóttir, formað-
ur Ungmennafélagsins Sam-
herja í Eyjafjarðarsveit. Iðkend-
um hjá félaginu hefur fjölgað
um mörg hundruð prósent í
þessu litla sveitarfélagi á milli
ára. Sem dæmi má nefna að
3–4 börn og ungmenni æfðu
badminton í fyrrahaust. Nú í
haust mæta 22 á hverja æfingu.
Svipaða sögu er að segja af
fleiri greinum sem Ungmenna-
félagið Samherjar býður upp
á, á haustmisseri. Ráða hefur
þurft aðstoðarþjálfara í nokkr-
ar greinar. Á félagssvæðinu í
Hrafnagilshverfi hefur íbúum
fjölgað ört og eru þeir nú um
300.
Berglind segir að það hafi
gert gæfumuninn að sveitar-
félagið hætti að veita fólki styrk
til þess að stunda íþróttir auk
þess sem tímatafla íþróttafélags-
ins var tilbúin áður en skóla-
árið hófst í haust.
Fólk vill æfa í heimabyggð
„Við erum í samkeppni við
Akureyri. Þegar þeir sem hér
búa vildu taka þátt í skipulögðu
tómstundastarfi í einhverju sem
var ekki í boði heima heldur á
Akureyri gat fólk fengið styrk
fyrir því. Þessu var hætt í fyrra.
Þess í stað fór sveitarfélagið að
greiða meira til íbúa í sveitinni
sem stunda íþróttir og aðrar
tómstundir í heimabyggð,“
segir Berglind.
Líka má nefna að það gekk
vel að ráða flotta þjálfara og
að ganga frá tímatöflu sem
gerir ráð fyrir æfingum barna
og ungmenna í frístundum eða
strax eftir skóla, það er að
segja frá klukkan 14 til 16.
„Þetta gerir yngstu börnunum
kleift að æfa allar þær greinar
sem við bjóðum upp á. Engu
skiptir hvort þau æfa eina grein
eða fleiri. Gjaldið er eitt,
10.000 krónur á önn,“ segir
Berglind. Það sama á við um
unglingastigið. En ungmennin
geta líka skráð sig í tíma fyrir
fullorðna, svo sem í bandí, þrek-
tíma, blak, zumba, badminton
og fleira. Fullorðnir greiða
15.000 krónur fyrir önnina og
geta valið úr fjölda greina. Flest-
ir fullorðinna í Eyjafjarðarsveit
velja þó að æfa aðeins eina
grein.
Handverkshátíðin er lykill
að íþróttastarfinu
Berglind segir þessa þrjá þætti
skila því að Ungmennafélagið
Samherjar geti boðið upp á
meira úrval en áður í skipu-
lögðu tómstunda- og æskulýðs-
starfi og fjölgað iðkendum svo
mikið sem raunin er.
Berglind bendir þó á að
fjórða þáttinn vanti. Hann sé
stór hluti í starfi Samherja enda
er ungmennafélagsandinn allt-
umlykjandi í því verkefni. Það
er handverkshátíðin sem haldin
hefur verið á hverju ári í rétt
rúma kvartöld og er ein elsta
bæjarhátíð landsins.
„Handverkshátíðin er í raun
samfélagslegt verkefni á vegum
sveitarfélagsins. Ungmenna-
félagið Samherjar, kvenfélögin
þrjú, björgunarsveitin, hesta-
mannafélagið, Lionsklúbburinn
og búsögusafnið standa að
henni og skipta með sér verk-
um. Við í Samherjum sjáum um
uppsetningu hátíðarinnar með
félögum í björgunarsveitinni og
sjáum um veitingasöluna. Meira
að segja börnin taka þátt. Þau
eru hlauparar og hlaupa með
smurt brauð á bakka úr eldhúsi
og fram í veitingasöluna, standa
vaktir með vinum og mömmum
vina sinna og vinkvenna.
Þarna eru líka ömmur sem fá
mörg rokkstig. Þær eru kannski
á vakt hjá kvenfélaginu en
koma svo niður í eldhúsið til að
baka pönnukökur því að þær
eiga barnabörn í ungmenna-
félaginu. Þetta er auðvitað
álagstími í fjóra daga. En þetta
eru skemmtilegir dagar. Ung-
mennafélagsandinn svífur yfir
hátíðinni og allir leggja sitt af
mörkum. Við fáum ágóða af
veitingasölunni og skiptum
launum fyrir verk okkar á þess-
ari fjögurra daga hátíð með
björgunarsveitinni. Þarna fáum
við annað eins ef ekki meira en
sem nemur styrk sveitarfélags-
ins til Ungmennafélagsins Sam-
herja. Afraksturinn af vinnunni,
sem allir inna af hendi, gerir
félaginu kleift að bjóða upp á
fjölbreytta tímatöflu og frábæra
þjálfara,“ segir Berglind Krist-
insdóttir, formaður Ungmenna-
félagsins Samherja.
Iðkendum
fjölgar gríðarlega
í Eyjafjarðarsveit
Eftir að sveitarfélagið hóf að styrkja æfingar fólks í heimabyggð breyttust forsendur
hjá Ungmennafélaginu Samherjum. Greinum fjölgaði og auðveldara varð að fá
þjálfara. Formaður félagsins segir ungmennafélagsandann skila félaginu miklu.
Þessar greinar
eru í boði hjá
Ungmenna-
félaginu
Samherjum
• Badminton
• Bandý
• Borðtennis
• Fótbolti
• Frisbígolf
• Frjálsar íþróttir
• Júdó
• Sund
• Zumba