Skinfaxi - 01.03.2018, Síða 13
SKINFAXI 13
„Ég man ekki eftir öðrum eins
uppgangi,” segir Sigurður
Eiríksson, formaður Ungmenna-
sambands Eyjafjarðar (UMSE),
en hann þjálfar borðtennis hjá
ungmennafélaginu. Í fyrrahaust
mættu að meðaltali 12 á æfing-
ar. Nú æfa 30 börn og ung-
menni borðtennis undir hand-
leiðslu Sigurðar. Það er of margt
fyrir einn þjálfara og hann er
búinn að fá aðstoðarmann.
Sigurður tekur undir með
Berglindi um það hvaða þættir
hafi skilað fjölgun iðkenda.
Hann bætir við að áhugi þjálf-
ara skipti líka máli. „Það munar
um að hafa þjálfara í sveitinni
sem brennur fyrir grein sinni og
virkjar aðra. Það hefur áhrif,”
segir hann. Þá geti skipt máli að
fólk í stjórnum félaga eigi sjálft
börn því að þá skipuleggi það
starfið betur. Þá telur Sigurður
Félög verða að bjóða upp á íþróttir fyrir fullorðna
að íþróttir fyrir fullorðna hafi
líka skipt sköpum.
„Fólk lagði sig fram um að
bjóða upp á íþróttir fyrir full-
orðna og að gera unglingum
kleift að fara í tíma með þeim.
Táningar þurfa nefnilega að
hafa eitthvað fyrir stafni. Það
er óvinnandi vegur að halda
starfinu uppi ef ekki er opnað
fyrir íþróttir fullorðinna,” segir
hann.
Sigurður segir gott íþrótta-
starf hafa jákvæð áhrif á
byggðaþróun. „Fólk horfir á
þetta þegar það velur sér bú-
setu. Hér hefur íbúum fjölgað,
mikið í uppbyggingu og lóðir
eru til reiðu. Þegar fólkinu
fjölgar verður líka allt auð-
veldara,” segir hann
DUO. býður upp á alhliða grafíska hönnun fyrir fyrirtæki, félög og einstaklinga.
Metnaður okkar liggur í að skapa vörumerki þínu sérstöðu með eftirtektarverðri framsetningu.
Við leggjum áherslu á faglega og persónulega þjónustu.
Ársskýrslur • Bæklingar • Auglýsingar • Félagsmerki
duodot@duodot.design
Kristín: 847 0516 \ Heiðdís: 867 2357
DUO. ER ÖFLUG GRAFÍSK HÖNNUNARSTOFA
KÍKIÐ Á HEIMASÍÐUNA OKKAR: www.duodot.design
Duodot ehf. Kaupvangsstræti 23, 600 Akureyri
Kynntu þér nánar þjónustuna okkar