Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.03.2018, Blaðsíða 16

Skinfaxi - 01.03.2018, Blaðsíða 16
16 SKINFAXI Samstarfssamningur Mosfellsbæjar og Ungmennafélags- ins Aftureldingar er öllum aðgengilegur eins og opið bókhald bæjarins. Í samningnum segir að markmiðið sé að tryggja öflugt og fjölbreytt íþróttastarf í bænum undir leiðsögn menntaðra og hæfra leiðbeinenda. Bærinn styður fjárhagslegan rekstrar- og starfsgrundvöll félagsins, að því er segir í samstarfssamningnum. Í samningnum er tíundað með ítarlegum hætti hversu háar fjárhæðir sveitarfélagið greiðir Aftureldingu og til hverra hluta fjárhæðirnar eru hugsaðar. Eftirfarandi er samantekt úr 2. grein samstarfssamningsins og er lýsandi fyrir framlög Mosfellsbæjar til Aftureldingar. • 12 milljónir: Framlagi varið til barna- og unglingastarfs. Allar deildir fá 200 þúsund krónur en eftirstöðvum ráð- stafað til einstakra deilda í hlutfalli við iðkendafjölda. • 19,5 milljónir: Framlag í almennan og daglegan rekstur. • 11 milljónir: Framlag til rekstrar meistaraflokka og til að styðja við afreksstarf. • Kort vegna líkamsræktar: Mosfellsbær lætur Aftureldingu í té 120 árskort í líkamsræktarstöð. Markmiðið er að tryggja sérhæfða styrktarþjálfun fyrir afreksíþróttafólk félagsins. • 1,2 milljónir: Framlag til að styðja almennt við afreks- íþróttafólk í Aftureldingu vegna þátttöku á æfingum eða keppni með landsliði innan sérsambands ÍSÍ. Framlagið er líka hugsað til að veita þjálfurum og leiðbeinendum styrk til að efla þá í starfi. • Afnot af íþróttamannvirkjum: Afturelding fær afnot af íþróttavöllum og sundlaugum í Mosfellsbæ. Sjá ítarlegri upplýsingar: www.mosfellsbaer.is/library/Skrar/.pdf-skjol/Samning- ar-vid-ithrottafelog/Samningur_vid_Aftureldingu.pdf Samstarf skilar góðum árangri MOSFELLSBÆR

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.