Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.03.2018, Page 17

Skinfaxi - 01.03.2018, Page 17
 SKINFAXI 17 „Þetta var rosalega skemmtilegt. Við feng- um bæði gagnlega fræðslu en líka félags- skap annarra ungmenna, margra sem ekkert þekktust áður og öll skemmtum við okkur án áfengis eða annarra efna,“ segir Kolbrún Lára Kjartansdóttir, formaður Ung- mennaráðs UMFÍ. Ungmennaráð UMFÍ bauð hópi ung- menna á aldrinum 16–25 ára hvaðan- æva af landinu í sólarhringsviðburð í október. Ekki var skilyrði að viðkomandi væri í ungmennaráði eða félagasamtökum. Ungmennaráð UMFÍ hafði veg og vanda af viðburðinum og leiddi gestina í gegnum alls kyns leiki, ísbrjóta og bauð upp á óvæntar uppákomur. Viðburðurinn hófst á því að ungmennin hittust í þjónustumiðstöð UMFÍ í Reykjavík. Þar fengu þau kynfræðslu á vegum Ást- ráðs, félags læknanema, og urðu líflegar umræður um kynheilbrigði og kynlíf. Að fræðslunni lokinni fór hópurinn í ratleik. Leikurinn leiddi þau vítt og breitt en loka- staðsetningin var að Hvanneyri í Borgar- firði. Vitað var fyrirfram að þátttakendur myndu gista á óþekktum stað því að í fundarboði var þátttakendum sagt að hafa með sér svefnpoka og snyrtivörur. Kolbrún segir viðburðinn hafa verið opinn öllum ungmennum sem vilja skemmta sér á heilbrigðan hátt og kynnast öðru ungu fólki. „Við höfum alltaf haft skemmtilegar ferð- ir, eins og þessa, opna fyrir alla svo að sem flestir geti tekið þátt. Allir hafa gott af því að hitta annað fólk. En markmiðið er öðru fremur að búa til vettvang til teng- slamyndunar og efla þátttakendur í því að halda eigin viðburði fyrir ungt fólk í sinni heimabyggð,“ segir Kolbrún og bendir á að viðburðir Ungmennaráðs UMFÍ hafi skilað miklum árangri, svo sem hvatt ungt fólk til áhrifa og ungmennaráð til að halda málþing um Reykjanesbraut og samgöngu- mál. Það mál var einmitt ofarlega í hug- um þátttakenda á ráðstefnunni Ungt fólk og lýðræði sem Ungmennaráð UMFÍ hélt í vor. Rosalega skemmtileg óvissuferð Kolbrún og flestir þátttakendurnir slógu á létta strengi fyrir utan gömlu heimavistina á Hvanneyri. Ungmennaráð UMFÍ bauð í október ungu fólki upp á fræðslu- og í óvissuferð. Frábært tækifæri til að hitta aðra og skemmta sér á heilbrigðan hátt, segir formaður ráðsins. Viltu vita meira um ungmennaráð UMFÍ? Ungmennaráð UMFÍ hefur um nokkurra ára skeið staðið fyrir ráðstefnunni Ungt fólk og lýðræði. Lestu meira um ráðstefnuna, sem er ætluð ungu fólki sem vill láta rödd sína heyrast.

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.