Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.03.2018, Qupperneq 18

Skinfaxi - 01.03.2018, Qupperneq 18
18 SKINFAXI Landsmót UMFÍ hafa verið haldin með nokkuð reglulegu árabili í meira en hundrað ár. Mótið var jafnan stærðarinnar viðburður í íþróttalífi þjóðarinnar. En mikið vatn hefur runnið til sjávar á heilli öld. Gamla formið þótti tímanna tákn og var lagt til hliðar. Landsmótið, sem haldið var á Sauðárkróki um miðjan júlí, var það fyrsta sem UMFÍ heldur með algjörlega breyttu sniði. En hvernig tókst til? NÝJA LANDSMÓTIÐ TÓKST VEL Á MEÐAL NÝJUNGA • Mótið var opið öllum 18 ára og eldri sem hafa gaman af því að hreyfa sig. • Ekki var nauðsynlegt að vera í ungmenna- eða íþróttafélagi. • Sambandsaðilar UMFÍ fengu engin hlunnindi fyrir að senda þátttakendur á mótið. • Engin áhersla var á Landsmótsmet. • Hægt var að velja úr um 40 mismunandi íþróttagreinum. „Landsmótið tókst vel. Við eig- um enn eftir að vinna úr ýms- um upplýsingum sem hefur ver- ið aflað úr skráningum á mót- ið, könnunum á meðal þátttak- enda og fleiru. Ég legg áherslu á að mótið í sumar var í veru- lega breyttu formi. Það var orð- ið alveg nauðsynlegt að fella mótin betur að nútíma kröfum og þörfum félaga og sam- félagsins eins og það er orðið,“ segir Haukur Valtýsson, for- maður UMFÍ. Hann segir ennfremur að þátttakan hafi verið umfram áætlanir og hún náði langt út fyrir raðir iðkenda í aðildar- félögum UMFÍ. „Ég tel að Landsmótið eigi framtíð fyrir sér. Það á að geta orðið kjölfesta sem íþróttavið- burður og lýðheilsu hátíð fyrir almenning ekki síð ur en íþrótta- fólk. Það er mikil vægt að við ungmennafélag ar tökum sam- an höndum um að kynna og efla þessi mót og markmið þeirra. Ég hvet til þess að öll hreyfing okkar standi saman að slíku verkefni. Það kemur samfélaginu til góða.” Haukur segir erfitt að undir - búa mót með nýju sniði og langan tíma þurfi til að kynna fyrirkomulagið enda hafi fólk ekki þekkt sumar greinarnar, þær hafi einfaldlega ekki sést áður hér á landi. Mót eins og þetta vinni á enda ljóst af und - irtektunum að fólk hafi skemmt sér og því fundist gaman að taka þátt í íþróttaviðburðum með fjölskyldu og vinum. „Þetta er verkefni sem mun taka nokkur ár að koma til skila í samfélaginu og því er of snemmt að draga afdráttar - lausar ályktanir út frá þessu eina móti um framtíð þess. Niðurstöður kannana, eins og Haukur Valtýsson, formaður UMFÍ: Landsmótið er lýðheilsuhátíð Haukur Valtýsson, formaður UMFÍ.

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.