Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.03.2018, Page 19

Skinfaxi - 01.03.2018, Page 19
 SKINFAXI 19 H jónin Eyjólfur og Ingibjörg og Ragn- heiður dóttir þeirra reyna að fara saman í eina hjólakeppni á ári. Ragnheiður, sem er 27 ára, er búsett erlendis og því er vel til fallið að styrkja fjölskylduböndin með skemmtilegri samveru á borð við íþróttamót. Þeim finnst það frábær hugmynd að blanda saman íþróttum og útilegu eins og á Landsmótinu. Þegar þau voru að leita að keppni til að taka þátt í á þessu ári ráku þau augun í götuhjólreiðar á Landsmótinu og ákváðu að skella sér í þær. Þau náðu fínum árangri. Þau Ragnheiður og Eyjólfur lentu í öðru sæti, hvort í sínum flokki, en Ingibjörg í þriðja sæti í sínum flokki. Ingibjörgu taldist til tekna að hún gleymdi hjólaskónum heima og hjólaði því 65 kílómetra á fjallahjóli og í strigaskóm. I ngibjörgu varð ekki meint af áreynslunni þótt vissulega hafi hún orðið þreytt. „Það er sagt að það sé erfiðara að hjóla þessa vegalengd á fjallahjóli, mun þyngra. Þess vegna voru þessir 65 kílómetrar eins og 80 kílómetrar fyrir mig,“ sagði hún. þeirra sem hafa verið gerðar á ráðstefnunni Ungt fólk og lýð- ræði, benda til að fólk vilji að ungmennafélögin standi fyrir fleiri verkefnum sem hæfa ungu fólki, ekki eingöngu þeim sem eru keppnis íþróttir eða afreks- íþróttir, held ur líka greinum sem höfða til sem flestra. Þau vilja ekki síð ur viðburði fyrir þá sem horfa á ánægjuna og leikinn og félagsskapinn af því að stunda íþróttina frekar en að keppa. Landsmótið var svar við þeim óskum,” segir Haukur. Hjólaði 65 kílómetra á fjallahjóli og í strigaskóm Hjónin Eyjólfur og Ingibjörg ásamt Ingibjörgu dóttur þeirra.

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.