Skinfaxi - 01.03.2018, Page 23
SKINFAXI 23
Skógræktarverkefni ungmennafélaganna var í þremur áföng-
um. Hinn fyrsti var samhliða stofnun ungmennafélaganna, ann -
ar upp úr 1950 og hinn þriðji í kringum 1990. Í upphafi var
stefnt á að klæða landið skógi. Eftir því sem á leið varð ljóst
að það væri ekki raunsætt. Í kringum 1990 snerist gróðursetn -
ing ungmennafélaganna um að búa til skjól við íþróttamann-
virki fremur en að rækta samfellda skógarreiti.
Leit að reitum
Ekki eru miklar heimildir til um skógarreitina. Þeir hafa aðeins
einu sinni áður verið kortlagðir. Það gerði Björn B. Jónsson,
skógarverkfræðingur og fyrrverandi formaður UMFÍ, mjög vel
árið 1992. Björn mældi þá reiti sem hann fékk vitneskju um
og voru enn á snærum ungmennafélaganna. Hann fann 110
reiti sem hann tók út en frétti af þremur öðrum sem hann komst
ekki yfir að kanna. Í úttekt Björns voru 57 skýrt afmarkaðir
skógarreitir, 43 sinnum hafði verið gróðursett við félagsheimili
og/eða við íþrótta mannvirki og níu svæði voru þar sem gróð-
ursett hafði ver ið á golfvöllum.
Sigríður leitaði fanga hjá Birni. En gögnin voru vistuð í takt
við tímann og ekki á stafrænu formi. Myndir þurfti því meðal
Skógarreitir í sýndarveruleika.
Sigríður Hrefna tók 360 gráðu myndir af skógarreitunum á ferð sinni um landið. Hún
sýndi myndirnar á Fagráðstefnu skógræktarinnar í ráðstefnu- og menningarhúsinu
Hofi á Akureyri síðastliðið vor. Þar gátu gestir skoðað skógarlundina og ferðast um
þá með sýndarveruleikagleraugum. Hún segir að næstu skref séu að gera vefsíðu
um skógarreitina og birta þar myndir og margvíslegan fróðleik um þá sem hún hefur
aflað sér. Hér má sjá Sigríði lengst til vinstri ásamt þeim Friðrik Aspelund og Hreini
Óskarssyni sem er að skoða skógrækt ungmennafélaganna með sýndarveruleika-
gleraugum á Akureyri.
annars að vinna með öðrum hætti en tíðkast nú. Til viðbótar
hafði Björn gert handteiknaðar myndir af skógarreitunum og
fært staðsetningu þeirra inn á ljósritað kort af Íslandi. Í leit
Sigríðar kom í ljós að sumir reitanna hafa verið opnir almenn-
ingi og eru í umsjón skógræktarfélags eða sveitarfélags.
Marg ir þeirra eru líka illfærir og óhirtir. Hún nefnir skógarreit
sem hún hafi leitað við Gilsbakka í Hvítársíðu í Borgarfirði.
„Ég hafði skoðað loftmyndir af svæðinu en fann ekki greni-
skógarreitinn sem Björn fann. Ég þurfti að keyra svo lítinn
spotta og fann svo reitinn inni í birkiskógi. Þar fann ég líka
baunatré sem er algengara í görðum en ekki í skógi. Mér leið
því svolítið eins og Indiana Jones, að leita að skógarreitum,“
segir Sigríður sem gat staðsett 95 af þeim 110 sem Björn fann.
Tveir reitir voru horfnir. Af þeim sem eftir stóðu voru samfelldir
skógarlundir í 53. Í hinum 40 fólst ræktunin aðallega í skjól-
beltum.
Vestfirðirnir eru enn eftir. „Björn fór ekki vestur og ég á það
eftir. Eftir að útttekt minni lauk heyrði ég um reiti í Dýrafirði
og víðar á Vestfjörðum. Ég er viss um að finna um 15 reiti og
kannski fleiri í viðbót. Það væri mjög gaman ef einhverjir gætu
opnað þá sem áningarstaði fyrir almenning,” segir Sigríður.