Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.03.2018, Blaðsíða 25

Skinfaxi - 01.03.2018, Blaðsíða 25
 SKINFAXI 25 Mótsgestir voru almennt mjög ánægðir á Ungl- ingalandsmóti UMFÍ. Margrét Brynjólfsdóttir, sjö barna móðir frá Patreksfirði, var ein þeirra: „Við höfum átt þrjú börn á mótinu á hverju ári. Verslunarmannahelgin hefur þess vegna verið frátekin hjá okkur fyrir Ungl- ingalandsmótið í nokkur ár,“ segir Margrét. Elsta barn hennar er 21 árs og það yngsta 4 ára. Margrét gerir því ráð fyrir að mæta á Unglingalandsmót ansi oft í viðbót. Margrét segir Unglingalandsmót UMFÍ jákvætt fyrir alla fjölskylduna. Þau fari alltaf öll saman. Fjölskyldan er samt ekki mikið fyrir úti- legur og fær því inni hjá fjölskyldu og vinum þar sem mótið er hverju sinni. Í Þorlákshöfn gisti Margrét og fjölskyldan öll hjá bróður hennar sem býr þar. Margrét æfði sjálf frjálsar á sínum yngri árum og hafa börnin tekið við keflinu auk þess að bæta við sig greinum. Margréti finnst ekki síst gaman að mæta á Ungl- ingalandsmót UMFÍ þar sem það sé líkast því að mæta á ættarmót eða nemendamót. „Á mótið mæta margir sem ég æfði með og keppti við í frjálsum í gamla daga. Þess vegna er þetta eins og ættarmót fyrir mig og fjölskylduna,“ segir hún. Eins og ættarmót fyrir mig og fjölskylduna

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.