Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.03.2018, Page 32

Skinfaxi - 01.03.2018, Page 32
32 SKINFAXI S tór hópur íþróttakvenna steig fram í byrjun árs og greindi frá kynbundnu ofbeldi gegn sér í gegnum árin. Gerendur voru bæði þjálfarar og annað íþróttafólk. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, greip boltann á lofti og setti á laggirnar starfshóp um gerð aðgerðaáætlunar um verklag þegar kynbundin mál og ofbeldis- mál af því tagi koma upp innan íþrótta- og æskulýðshreyfingar- innar með þeim hætti sem konurnar lýstu. Umfangið stækkaði nokkuð í meðförum hópsins. Auður Inga Þorsteinsdóttir, fram- kvæmdastjóri UMFÍ, var fulltrúi ungmennafélagshreyfingarinnar í hópnum. Aðrir í starfshópnum voru starfsmenn mennta- og menn- ingarmálaráðuneytis, fulltrúar íþróttakvenna og Lárus Blöndal, forseti ÍSÍ. Vinnu samstarfshópsins lauk í sumar. Ein af tillögum hópsins var að stofnað verði tímabundið til starfs samskiptaráðgjafa íþrótta- og æskulýðsstarfs. Umsögn um áform þess efnis var lögð fram í september. Um leið var lagt til að óheimilt verði að ráða einstaklinga til starfa hjá íþróttafélögum eða þiggja framlag þeirra sem sjálfboðaliða hafi þeir hlotið refsidóma fyrir kynferðis- brot. Í umsögn UMFÍ um málið var þessu fagnað en bent á að Æskulýðsvettvangurinn, sem UMFÍ er samstarfsaðili að, gangi lengra. Þar á það sama við um þá sem hafa hlotið refsidóma fyrir brot gegn lögum um ávana- og fíkniefni. ÖRYGGI IÐKENDA SETT Í ÖNDVEGI Samstarfshópur, sem var settur saman í tengslum við #MeToo-byltinguna, hefur lokið störfum. Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra segir vinnu hópsins eiga að ná til íþrótta- og æskulýðsstarfs og eineltis- og jafnréttismála. UMFÍ LEGGUR SITT AF MÖRKUM Stjórnendur innan UMFÍ samþykktu á sambandsráðsfundi í janúar 2018 að bregðast við hrikalegum frásögnum íþróttakvenna og leggja sitt af mörkum í baráttunni gegn hvers kyns ofbeldi innan ungmennafélagshreyfingarinnar. Fundinn sátu formenn sambandsaðila af öllu landinu og náði samþykkt þeirra til rúmlega 340 félaga innan UMFÍ um allt land og rúmlega 160.000 félagsmanna þeirra. Haukur Valtýsson, formaður UMFÍ, skoraði á alla formenn að fyrirbyggja ofbeldi og áreitni innan félaga sinna og hvatti fólk til að leita til þjónustumiðstöðvar UMFÍ eftir aðstoð og ráðgjöf. Haft var eftir Hauki í yfirlýsingu, sem UMFÍ sendi frá sér, að það hryggði sig hversu lengi margar konur, sem fyrir ofbeldinu urðu, hafi borið sögurnar innra með sér. „Við viljum vera til fyrirmyndar og líðum ekki óæskilega hegðun innan hreyfingarinnar sem felur í sér brot gegn fólki og eyðileggur út frá sér. Við hjá UMFÍ munum leggja lóð okkar á vogarskálarnar til að útrýma þeirri neikvæðu og eyðileggjandi hegðun sem þeir hugrökku einstaklingar greina frá sem nú hafa stigið fram,“ sagði hann.

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.