Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.03.2018, Page 34

Skinfaxi - 01.03.2018, Page 34
34 SKINFAXI F élagasamtök á Íslandi, sem starfa í almanna þágu, bæta samfélag okkar á margan hátt. Líkt og ungmennafélögin, sem eiga sér markmið um „Ræktun lýðs og lands“, vinna önnur almannaheillafélög að því að auðga líf fólks, dýra eða vernda nátt úruna án hagnað arsjónarmiða. Í þessum félögum starfa sjálfboðaliðar sem vinna á óeigingjarnan hátt og halda uppi metnaðarfullu starfi árið um kring. Slíkt sjálfboðastarf er reyndar mannrækt- andi í sjálfu sér og hafa fjölmargar rannsóknir sýnt að þátttaka í sjálfboðaverkefnum eykur lífsgæði sjálfboðaliðanna sjálfra. Bætum heiminn Almannaheillafélög í landinu eru fjölmörg og eru samtals með tugi þúsunda félagsmanna sem þjóna margfalt fleirum. Sum eru stór, eiga sér langa sögu og eru vel skipulögð og önnur eru lítil grasrótarsamtök fólks sem hefur fengið góða hugmynd um að bæta heiminn. Saman eru þessi félög öflug breiðfylking sem skiptir sam- félag okkar miklu máli. Þessi breið fylking er gjarnan kölluð þriðji geirinn, til aðgreiningar frá tveimur öðrum mikilvæg um geirum: hinum opinbera geira, með rekstri ríkis og sveitar- félaga, annars vegar og fyrirtækjageiran- um hins vegar. Almannaheill eru sam- starfsvettvangur þriðja geirans, félaga og sjálfs eignarstofnana á Íslandi sem vinna að almannaheill án hagnaðarsjón- armiða. Markmiðið er að stuðla að fag- mennsku og trúverðugleika slíkra félaga og bæta starfsskilyrði þeirra. Almanna- heill er vettvangur þar sem félagasamtök læra hvert af öðru og þar sem færi gefst til að eiga samtal og stilla af kúrsinn miðað við breyttar áherslur í heiminum og alþjóðlega viðtekin gildi. Dæmi um verkefni Almannaheillar eru siða- reglur fyrir félagasamtök, nám fyrir stjórnendur félagasamtaka í Háskólanum í Reykjavík, Lýsa (áður Fundur fólksins), árleg lýðræðishátíð sem Menningarfélag Akureyrar hefur skipulagt og Norræna húsið þar á undan. Nú eru það Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. Þjóðir heims, sveitarfélög, fyrir tæki og félagasamtök geta á næstunni notað þau til að spegla sín eigin markmið og samþykktir í og stillt áttavit- ann í átt að sautján markmiðum um betri heim. Almannaheill vilja styðja félagasamtök í þeirri vinnu. Heildarlög vantar Jafn undarlega sem það kann að hljóma þá eru á Íslandi ekki til nein heildarlög um félaga- samtök, eins og til eru um annars konar félög á borð við hlutafélög og sameignarfélög. Þetta hamlar starfi almannaheillafélaga. Þess vegna eru aðildarfélög Almannaheilla sammála um að kalla þurfi eftir lagalegri umgjörð um félagafor- mið sem allra fyrst. Slík lög hafa verið lengi í undirbúningi og hefur núverandi ráðherra sem fer með félagarétt, það er ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, boðað að hún muni leggja slíkt frumvarp fram í vetur. Þessu fagnar Almannaheill. En af hverju þurfum við lag aramma um félagasamtök til almannaheilla? Þegar við, almenningur, fyrirtæki og yfir völd, styðjum félagasamtök til góðra verka viljum við geta treyst þeim. Við viljum að fólk ið eða málefnið sem félagasam- tökin starfa fyrir njóti fag legrar hjálpar, að félagasam- tökin taki vandaðar ákvarðanir, fari vel með fjármagn og komi í veg fyrir hagsmunaárekstra. Við viljum ekki að fjár- málaóreiða eða eigin- hagsmunapot í félaga- Ketill Berg Magnússon, formaður Almannaheillar, samtaka þriðja geirans. Fagmennska og trúverðugleiki félagasamtaka Á þessu ári halda Almannaheill – samtök þriðja geirans upp á 10 ára afmæli sitt. Að því tilefni er vert að staldra við og spyrja til hvers við þurfum slík samtök.

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.