Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.03.2018, Qupperneq 35

Skinfaxi - 01.03.2018, Qupperneq 35
 SKINFAXI 35 samtökunum skaði málstaðinn sem við styðjum. Því miður er alltaf hætta á að það gerist í félagasamtökum eins og annars staðar þar sem peningar og hagsmunir eru í húfi. Aukum trúverðugleika Kjarninn í þeim frumvarpsdrögum sem liggja á borði ráðherra er fagleg viðmið fyrir almannaheillafélög um lýðræðislega stjórnarhætti og vandaða meðferð fjár. Slík viðmið auka trúverðug- leika gagnvart félagsmönnum, þeim sem njóta þjónustu félag- anna, þeim sem styðja við félögin og þeim sem fela félögunum aukin verkefni, s.s. ríki eða sveitarfélög. Gert er ráð fyrir að félög, sem hafa fjárhagslega starfsemi, geti skráð sig sérstaklega hjáfyrirtækjaskrá sem félög til almannaheillar og fái þá viðbót við nafn sitt .fta (líkt og hlutafélög fá endinguna .hf). Slík skráning er hins vegar valkvæð og lítil félög, sem höndla ekki með mikla fjármuni, geta starfað áfram eins og hingað til. Þörfin fyrir samtalsvettvang félagasamtaka á Íslandi er mikil. Saman getum við hlúð að hugsjóninni um að einstaklingar geti átt frumkvæði að því að bæta samfélag okkar og stofnað til þess félög sem eru ekki rekin í hagnaðarskyni. Áherslan á fag- legt starf og vönduð vinnubrögð á við um stór og lítil félög. Almannaheill hefur starfað að þessari hugsjón í tíu ár og vill eflast enn frekar í því hlutverki á komandi árum. Ketill Berg Magnússon, formaður Almannaheillar, samtaka þriðja geirans Frá ráðstefnunni Lýsa sem fram fór á Akureyri í byrjun september. Þetta var tveggja daga hátíð sem haldin var fjórða árið í röð. Þarna hittust almenningur, stjórnmálafólk og forsvarsfólks félagasamtaka og ræddu ýmis mál sem brunnu á þeim.

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.