Skinfaxi - 01.03.2018, Side 38
38 SKINFAXI
Hver er staðan á Íslandi?
Á Íslandi er talið að um 10% íbúa séu innflytjendur en saman-
lagt eru fyrsta og önnur kynslóð innflytjenda 12% heildaríbúa á
Íslandi. Flestir innflytjendur búa á höfuðborgarsvæðinu, því næst
koma Vestfirðir og Suðurnesin. Innflytjandi telst einstaklingur sem
er fæddur erlendis og á foreldra sem eru einnig fæddir erlendis,
svo og báðir afar hans og báðar ömmur. Önnur kynslóð innflytj-
enda er einstaklingar sem fæddir eru á Íslandi og eiga foreldra
sem báðir eru innflytjendur (Wikipedia 2018).
Samkvæmt niðurstöðum rannsóknar, sem Rannsókn og
greining lagði fyrir alla nemendur í 8.–10. bekk á Íslandi
árið 2016, stunda nær aldrei 56% barna og ungmenna
íþróttir þar sem engin íslenska er töluð á heimilinu og
46% barna og ungmenna stunda nær aldrei íþróttir þar
sem íslenska er töluð ásamt öðru tungumáli. Niðurstöð-
urnar eru þó ekki einungis neikvæðar. Mjög jafnt hlutfall
barna og ungmenna stundar íþróttir 1–3 sinnum í viku,
hvort sem eingöngu íslenska er töluð á heimilinu, hvort
íslenska ásamt öðru tungumáli er töluð eða hvort einungis
annað tungumál sé talað.
Verkfæri fyrir íþróttahreyfinguna
Nú í september kom út upplýsingabæklingur en markmiðið með
honum er að auka þátttöku barna og ungmenna af erlendum
uppruna í skipulögðu íþróttastarfi. Markhópur efnisins er foreldr-
ar af erlendum uppruna. Í bæklingnum er að finna hagnýtar upp-
lýsingar um starfsemi íþrótta- og ungmennafélaga landsins. Nefna
má upplýsingar um æfingagjöld íþróttafélaga, frístundastyrki,
mikilvægi þátttöku foreldra í íþróttastarfi og kosti þess að hreyfa
sig í skipulögðu starfi.
Bæklingurinn er gefinn út á sex tungumálum, þ.e. á íslensku,
ensku, pólsku, tælensku, litháísku og filippseysku. Hann er sam-
starfsverkefni UMFÍ og ÍSÍ.
Styrkir til félaga
UMFÍ og ÍSÍ auglýstu fimm styrki til félaga til þess að standa fyrir
verkefni sem hvetur börn og ungmenni af erlendum uppruna til
þátttöku í íþróttastarfi. Félögin, sem hlutu styrki, eru Héraðssam-
band Snæfellsness og Hnappadalssýslu, ÍBV íþróttafélag, Íþrótta-
bandalag Akraness, Knattspyrnufélagið Valur og taekwondodeild
Keflavíkur íþrótta- og ungmennafélags.
UMFÍ og ÍSÍ munu taka saman gögn frá félögunum sem hlutu
styrk og deila reynslunni áfram til annarra félaga í landinu.
Saman getur íþróttahreyfingin hjálpast að, miðlað reynslu og
þekkingu og gert gott starf enn betra.
HÖFUM ALLA MEÐ!
UMFÍ ásamt ÍSÍ ýtti í haust úr vör verkefninu
Vertu með. Markmið þess er að ná til foreldra
barna af erlendum uppruna og fjölga börnum
í íþróttum í skipulögðu íþróttastarfi.
Með þátttökunni kynnist barnið nýjum vinum,
börnum og ungmennum í skipulögðu starfi,
því gengur betur í námi og bæði foreldrar og
börnin eignast stærra félagslegt stuðningsnet.