Skinfaxi - 01.03.2018, Side 41
SKINFAXI 41
Í kjölfar bankahrunsins fóru mörg fyrirtæki sömu leið eða lentu í
alvarlegum kröggum. Þetta kom íþróttafélögum illa. Sigurjón Sigurðs-
son, formaður aðalstjórnar HK, segir 80% fyrirtækja, sem studdu við
félagið, hafa horfið í sögubækur eða lent í vandræðum sem ollu því
að þau gátu ekki lengur stutt við félagið.
„Hrunið hafði alveg jafn mikil áhrif á okkur og aðra. Þegar það
skall á vorum við með samninga við leikmenn, þar af sex samninga
við erlenda leikmenn í erlendri mynt. Þegar gengi íslensku krónunnar
hafði fallið mikið urðum við að endursemja við leikmenn og greiða
þeim hluta af samningum. Í apríl 2009 báðum við svo deildir HK um
að koma sér út úr samningunum og fórum að vinna í því. Það varð
algjör forsendubrestur á öllu í rekstri félagsins og leikmenn höfðu
skilning á því,“ segir Sigurjón. Á meðal stærstu styrktarfyrirtækja HK
„Það þrengdi mjög að hjá félaginu og öllum deildum og því tóku
deildirnar og félagið þetta alfarið á sig,“ segir Einar Haraldsson, for-
maður og framkvæmdastjóri Keflavíkur, íþrótta- og ungmennafélags,
um afleiðingar þess að svo dró saman í efnahagslífinu að stuðnings-
aðilar félagsins héldu að sér höndum eða lögðu upp laupana.
Einar segir íþróttafélagið hafa gert allt sem í valdi þess stóð til að
halda uppi sama þjónustustigi og áður. Horft var sérstaklega til þess
að láta samdráttinn ekki bitna á börnunum og ungmennum. Þetta
tókst með því að sækja í sjóði sem félagið hafði safnað í. Þetta hafi
hins vegar verið erfitt þar sem auk niðursveiflu í efnahagslífinu hafi
var Byr sparisjóður sem fór á hliðina með öðrum fjármálafyrirtækjum
og rann snemma inn í Íslandsbanka.
Sigurjón segir fyrirhyggju stjórnar HK í góðærinu svokallaða hafa
nýst þegar efnahagslífið tók dýfu. Félagið sat á tugum milljóna króna
sem voru nýttar að fullu þegar gaf á bátinn og styrktaraðilarnir hurfu
í einu vetfangi.
„Við fengum ekki fyrirgreiðslu í banka eða hjá neinum öðrum.
Bankarnir gátu það ekki og sveitarfélagið ekki heldur. Við nýttum
allan varasjóðinn okkar,” segir Sigurjón og bætir við að næstum 30
ára seta í stóli formanns og stjórn hafi kennt honum að aðalstjórn HK
hafi þegar vel gekk ákveðið að safna í sjóð fyrir mögru árin.
„Það er hlutverk aðalstjórnar fjölgreinafélags eins og HK að bera
ábyrgð á rekstrinum. Ég sagði alltaf að við yrðum að passa okkur,
við værum ekki frjáls ef við myndum lenda í fjárhagsvandræðum.
Þess vegna fórum við að leggja til hliðar. HK var svo algjörlega
skuldlaust þegar brotsjórinn gekk yfir og ekki með nein langtímalán
eða aðrar skuldbindingar gagnvart fjármálastofnunum.“
Sigurjón mælir með því að íþróttafélög sníði sér ávallt stakk eftir
vexti og stofni ekki til neinna verkefna nema hafa áður tryggt fjár-
muni til þeirra. Annað geti boðið hættunni heim.
sveitarfélagið og íbúar þess glímt við afleiðingar þess að varnarliðið
hvarf af landi brott árið 2006.
Gott dæmi um afleiðingar samdráttarins var jólablaðið sem Keflavík
gefur út á hverju ári. Í blaðinu segir um rekstur ársins 2008 að tekjur
frá stuðningsaðilum hafi minnkað og dregið úr fjármagni frá öðrum.
Viðbrögðin fólust í niðurskurði, lækkun launa og með því að senda
erlenda leikmenn heim. Ekki var skorið niður í starfi yngri flokka.
Tekið er fram í pistli badmintondeildar Keflavíkur í jólablaðinu árið
2008 að stjórnarmenn vilji gleyma árinu sem allra fyrst. Árið hafi
einkennst af samdrætti á flestum sviðum líkt og hjá öðrum deildum.
Þjálfarinn yfirgaf deildina og iðkendum fækkaði.
Í þessu tiltekna blaði og þeim sem á eftir fylgdu segir að undravert
sé hversu vel sjálfboðaliðum í stjórnum deilda hafi tekist vel að
bregðast við breyttu rekstrarumhverfi. Aðalstjórn leggi sig fram um
að halda fjármálum félagsins í góðu horfi og reyni að hindra að eytt
sé umfram tekjur.
Útgáfa jólablaðsins hefur ávallt verið fjármögnuð með sölu auglýs-
inga. Aðalstjórn Keflavíkur ákvað haustið 2008 að sækja ekki aug-
lýsingar í jólablaðið heldur bera kostnaðinn sjálf. Það var gert í tvö ár.
Sigurjón Sigurðsson, formaður aðalstjórnar HK í Kópavogi.
Fyrirhyggja fyrri ára kom félaginu vel
„Við fengum ekki fyrirgreiðslu í banka
eða hjá neinum öðrum. Bankarnir gátu
það ekki og sveitarfélagið ekki heldur.
Við nýttum allan varasjóðinn okkar.”
Keflvíkingar tóku hrunið á sig
„Aðalstjórn Keflavíkur ákvað haustið
2008 að sækja ekki auglýsingar í
jólablaðið heldur bera kostnaðinn
sjálf. Það var gert í tvö ár.”
Einar Haraldsson, formaður og framkvæmdastjóri Keflavíkur.