Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.03.2018, Síða 42

Skinfaxi - 01.03.2018, Síða 42
42 SKINFAXI Mikið hefur verið að gera hjá Héraðssambandi Vestfjarða (HVS) það sem af er ári. Í maí tók skíðakonan og hótel- stýran Ásgerður Þorleifsdóttir við af Guðný Stefaníu Stefánsdóttur sem formaður sambandsins. Unnið er að endurskoð- un á stefnu Ísafjarðarbæjar um íþrótta- og tómstundamál og stefn- ir í heilmikla uppbyggingu íþróttamannvirkja í sveitarfélaginu. „Það er allt á fullu hjá okkur enda starfið öflugt,“ segir Sigríður Lára Gunnlaugsdóttir, framkvæmdastjóri HSV. „Íþróttaskólinn er í góðum gír, við höfum reyndar verið að leita að yfirþjálfara fyrir skólann. En síðan hafa aðildarfélögin átt góðu gengi að fagna, sérstaklega Vestri sem landaði Íslandsmeistaratitli á fyrsta árinu, náð góðum árangri í blaki og svo er knattspyrnuliðið mjög nálægt því að vinna sig upp um deild.“ Sigríður segir um tvö ár síðan að HSV fór að bjóða upp á styrktar- æfingar fyrir iðkendur undir heitinu Afreksform HSV. Það er hugs- að fyrir nemendur í 7.–10. bekk grunnskóla. Iðkendur úr mörgum greinum æfa saman undir stjórn sjúkraþjálfara sem fer yfir þarfir hvers og eins. „Sjúkraþjálfarinn skoðar iðkendurna í fyrstu og miðar út frá því hvað hver og einn þurfi að leggja áherslu á í styrktaræfingum sín- um. Þetta hefur dregið úr meiðslum iðkenda og tryggir að þau fá góða þjálfun,“ segir Sigríður Lára. Stefnt er að því að bæta and- lega þættinum inn í æfingarnar. Allt stefnir þetta í eina átt, það er að innleiða verkfærakistu Sýnum karakter í starf HSV. Hreystibrautir út um allt Í lok október undirrituðu Svava Valgeirsdóttir, formaður íþrótta- félagsins Stefnis á Suðureyri, og Guðmundur Gunnarsson, bæjar- stjóri á Ísafirði, samning sem felur í sér að sveitarfélagið leggur Stefni til fjármagn til að koma upp útihreystisvæði við göngustíg sem gerður var á Suðureyri í sumar. Sigríður segir þetta fyrirkomulag mjög hagkvæmt fyrir báða aðila. Sjálfboðaliðar á vegum Stefnis og HSV setji hreystibraut- irnar upp og því nýtist fjármagnið frá Ísafjarðarbæ mun betur en ella. „Ísafjarðarbær hefur stutt íþróttafélögin mjög vel í gegnum tíðina. Þetta verður vonandi aðeins fyrsta brautin því okkur langar til að sjá þær í öllum byggðarkjörnum Ísafjarðar,“ segir Sigríður og horfir björtum augum til framtíðarinnar. Það er ekki að ófyrirsynju. Margt gæti verið í pípunum. Íbúafundir hafa verið haldnir um endurskoðun á gildandi stefnu Ísafjarðarbæjar um íþrótta- og tómstundamál. HSV hvatti einmitt forsvarsmenn aðildarfélaga og annað áhugafólk um íþróttastarf í bænum til að mæta á síðasta fundinn sem haldinn var á Ísafirði í lok október. „Nú er ákveðnari stefna um uppbyggingu íþróttamannvirkja en áður enda árar betur. Við vonum að fljótlega verði byrjað að reisa reiðhöll og fjölnota íþróttahús sem hægt verður að nota allt árið enda þurfa allar íþróttagreinarnar að komast inn í hús,“ segir Sigríður. HVAÐ ER AÐ FRÉTTA? Iðkendur sameinast í styrktaræfingum Aðildarfélög HSV · Golfklúbbur Ísafjarðar · Golfklúbburinn Gláma · Hestamannafélagið Hending · Hestamannafélagið Stormur · Íþróttafélagið Grettir · Íþróttafélagið Höfrungur · Íþróttafélagið Ívar · Íþróttafélagið Stefnir · Íþróttafélagið Vestri · Knattspyrnufélagið Hörður · Kraftlyftingafélagið Víkingur · Kubbi, íþróttafélag eldri borgara í Ísafjarðarbæ · Sæfari · Skíðafélag Ísfirðinga · Skotíþróttafélag Ísafjarðar · Tennis- og badmintonfélag Ísafjarðar · Ungmennafélagið Geisli F.v.: Sigríður Lára, Birna Jónasdóttir, sem var verkefnastjóri á Landsmóti UMFÍ 50+ á Ísafirði 2016 og Rannveig Hjaltadóttir, dóttir Sigríðar.

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.