Skinfaxi - 01.03.2020, Side 8
8 S K I N FA X I
„Það var heilmikið mál að skrifa sögu Ungmennafélagsins Stjörnunnar
þótt ekki séu liðin nema 60 ár síðan félagið var stofnað. Ég hafði sam-
band við 100 manns sem hjálpuðu mér og læt raddir þeirra segja sög-
una. Það gerir hana skemmtilegri fyrir vikið,“ segir Steinar J. Lúðvíks-
son, ritstjóri og höfundur bókarinnar Skíni Stjarnan. Félagið var stofnað
árið 1960 og var ráðist í sagnaritun og útgáfu bókarinnar í tilefni af 60
ára afmæli þess.
Um tvö ár tók að skrifa sögu Stjörnunnar og fór mikill tími í að leita
mynda og finna nöfn á þær. Við sagnaritunina studdist Steinar við ýmis
söguleg gögn, fundargerðir og fleira auk þess að ræða við um 100
manns, eins og áður sagði. Fundargerðirnar segir hann ekki áreiðan-
legar enda ljóst að þær hafi ekki verið færðar nógu vel til bókar fyrstu
árin. Margir heimildarmanna Steinars eru eldra Stjörnufólk, sem var á
unglingsárum á fyrstu árum félagsins.
Steinar segir fyrstu ár Stjörnunnar um margt lík fyrstu skrefum annarra
félaga af svipuðu tagi.
„Stjarnan var stofnuð sem almennt æskulýðsfélag. Félaginu var fljót-
lega breytt í ungmennafélag því að íþróttafólk úr Stjörnunni þurfti að
Farið var að fenna yfir fyrstu ár Stjörnunnar
vera í einhverju sambandi eða íþróttabandalagi til að vera gjaldgengt
á íþróttamótum. Til að þetta væri hægt þurftu íþróttafólkið og félagið
að vera aðili að ÍSÍ en gátu það ekki beint sem félag. Valið stóð þá á
milli þess að ganga annað hvort í Íþróttabandalag Hafnarfjarðar (ÍBH)
eða Ungmennasamband Kjalarnesþings (UMSK). UMSK varð ofan á,“
segir hann.
Fólk studdi félag sitt – ekki Stjörnuna
Það var Stjörnunni erfitt fyrstu tuttugu árin að fá fólk í stjórn félagsins,
ráð og nefndir. Ástæðuna fyrir því segir Steinar að fólk, sem flutt hafi í
Garðabæ á fyrstu árum félagsins, hafi komið víða að af höfuðborgar-
svæðinu og stutt áfram gamla félagið sitt.
„Fólk, sem flutti í Garðabæinn, var Valsarar, KR-ingar og fleiri af
ýmsum svæðum. Það var ekki fyrr en börn þessa fólks, önnur kynslóð
Garðbæinga, fór að stunda íþróttir sem foreldrarnir fylgdu með og
fóru að vinna fyrir félagið,“ segir Steinar. Hann hefur sjálfur lengi verið
í stússi fyrir Stjörnuna, en ekki af alvöru fyrr en sonur hans hóf að æfa
með félaginu. Þá var Stjarnan 15 ára.
Ritnefnd um sögu Stjörnunnar, f.v.: Jóhann Steinar Ingimundarson, Snorri Olsen, Anna R. Möller, Erling Ásgeirsson, sem var formaður ritnefndar-
innar, og Sigurður Bjarnason.
Erfiðlega gekk í upphafi að fá fólk í ráð og nefndir hjá Stjörnunni.
Anna R. Möller, fyrrverandi formaður Stjörnunnar, sem jafnframt
sat í ritnefnd bókarinnar, segir það skýrast af því að Stjarnan hafi
verið stofnuð þegar Garðabær var að mótast sem þéttbýli og heil
sextán ár þar til sveitarfélagið fékk kaupstaðarréttindi. Nýir Garðbæ-
ingar komu af öðrum stöðum á höfuðborgarsvæðinu. Þeir studdu
enn við gamla félagið sitt og börnin æfðu iðulega áfram með
þeirra gamla félagi.
Anna segir nokkuð skondið hvernig það kom til að hún fór að
vinna fyrir Stjörnuna. „Það var árið 1985. Þá var ég heimavinnandi
með lítið barn. Elsta dóttir mín var í fimleikum. Hún hafði verið í
Ármanni en flutti sig yfir í Stjörnuna árið eftir að deildin var stofnuð
þar. Ein vinkvenna minna sagði okkur einn daginn að nú stæði hún
ein eftir í stjórn fimleikadeildar Stjörnunnar og spurði hvort við vild-
um hjálpa sér. Ég sagði henni að ég hlyti að geta gert eitthvað. Ég
var eftir þetta alla daga í íþróttahúsinu að hjálpa við að taka út áhöld,
rukka æfingagjöld og ýmislegt fleira. En svo fara smátt og smátt
stjórnarmenn í aðalstjórn og starfsmaður félagsins að spyrja mig um
hitt og þetta. Ég svaraði þeim eftir bestu getu en spurði auðvitað
af hverju alltaf væri hringt í mig, ég væri nýbyrjuð og vissi í raun
ekki neitt.
Svarið var svona: „Það vill enginn vera formaður. Þú heitir Anna.
Það er svo auðvelt að velja þig því að þú ert fremst í stafrófinu. Upp
úr því varð ég formaður fimleikadeildarinnar,“ segir hún.
Það er svo auðvelt að velja þig því að þú ert fremst í stafrófinu
Ungmennafélagið Stjarnan fagnaði 60 ára afmæli á árinu 2020, m.a. með útgáfu sögu félagsins.
Höfundur hennar, Steinar J. Lúðvíksson, hefur setið við skriftir síðastliðin tvö ár. Hann segir
fundargerðir ekki hafa verið færðar skilmerkilega til bókar fyrstu árin en lætur söguna lifna við
í minningum félagsmanna.