Skinfaxi - 01.03.2020, Síða 10
10 S K I N FA X I
„Ég ákvað að semja lag um upplifun mína af því að dvelja hér og lék
mér aðeins með tungumálin sem ég tala í skólanum,“ segir Jón Páll
Magnússon, nemandi við Idrætshøjskolen í Árósum í Danmörku.
Skólinn er íþróttalýðháskóli. Lagið flutti Jón Páll fyrir nemendur í sal
skólans. Flutningurinn var tekinn upp á vídeó og sendi hann lagið inn
til UMFÍ sem skýrslu um dvöl sína í skólanum.
Markmiðið að gefa ungu fólki tækifæri
UMFÍ og Højskolernes Hus í Kaupmannahöfn eru með samstarfs-
samning um verkefni tengt námsdvöl íslenskra ungmenna í dönskum
lýðháskólum. Højskolernes Hus heldur utan um alla lýðháskóla í Dan-
mörku og því er námsframboðið, sem íslenskir nemendur geta valið
úr, ansi fjölbreytt. Markmið með styrkveitingunni eru að gefa ungu fólki
tækifæri til að víkka sjóndeildarhring sinn og gefa því kost á að kynnast
af eigin raun nýju tungumáli og menningu, auka færni sína og þekk-
ingu á völdu sviði í gegnum óformlegt nám og styrkja leiðtogahæfi-
leika sína um leið.
Nemendur, sem fara utan og hafa sótt um styrk fyrir dvölinni hjá
UMFÍ, þurfa að skila tveimur skýrslum um dvölina. Þeim er nokkuð í
sjálfsvald sett hvernig formið á skýrslunum er.
Lagið, sem Jón Páll sendi inn, var fyrsta skýrsla hans til UMFÍ. Textinn
er á íslensku, ensku og dönsku. Jón sækir m.a. tíma sem kallast „Sang-
skrivning“ eða lagasmíðar upp á íslensku.
Áður en Jón Páll fór utan var hann spurður ýmissa spurninga um
skólann, m.a. hvernig hann frétti af honum.
Jón heyrði af lýðháskólanum frá vini sínum úr grunnskóla sem fór í
íþróttalýðháskólann ári fyrr og talaði vel um hann. „Ég ákvað að fara
í lýðháskóla og kynnti mér skólana sem voru í boði á hojskolerne.dk.
Þar valdi ég þennan skóla. Ég hlakkaði til að kynnast nýrri menningu,
nýju tungumáli og nýju fólki. En ég vildi líka fá að rækta eigin hæfileika
og takast á við ýmsar áskoranir. Í vor dvaldi ég í skólanum, en eftir ein-
ungis tveggja mánaða dvöl voru allir nemendur skólans sendir heim
vegna COVID-19 faraldursins,“ sagði hann.
Samdi lag um
dvölina í lýðháskóla á
nokkrum tungumálum
Styrkir frá UMFÍ
UMFÍ greiðir þeim sem fara í lýðháskóla í Danmörku styrki eftir
á, þ.e. þeim sem fóru á þessu ári (2020) í júlí 2021.
Til þess að uppfylla kröfur, sem eru gerðar til að fólk fái styrk-
inn, þurfa umsækjendur að skila eftirfarandi verkefnum:
• Verkefni að eigin vali á meðan námsdvöl stendur.
Umsækjendur geta valið um að skila inn stuttu mynd-
bandi, teiknimyndaseríu, lagi eða texta sem felur í sér
upplifun eða reynslu af náminu. Skilafrestur er til 15. nóvem-
ber 2020 og 15. mars 2021.
• Stutt lokaskýrsla sem felur í sér upplifun og lærdóm af nám-
inu. Jafnframt þarf að fylgja með staðfesting á námsdvöl frá
skólanum. Skilafrestur er til 10. janúar og 25. júní 2021.
• Þeir nemendur sem hljóta styrk fyrir heilt skólaár (40+ vikur)
þurfa jafnframt að standa skil á kynningu um skólann sinn: Hvað
hefur skólinn upp á að bjóða? Skilafrestur er til 15. mars 2021.
A F#
I wake up at syv AM
Hm E
and get out of my seng
A F#
Held af stað í morgenmad
Hm E
og fer síðan í bad
A F#
What will this day bring
Hm E
I'll find that out at morgensamling
A F#
Kannski spil' en fodboldkamp
Hm E
og skora jafnvel mark - með skalla
(Bridge)
D E
Já, hér er stuð, svo komdu með
D E
Þú eignast vini og finnur kærlighed
D E
Ég frétti af þér og tækifærið greip
D E A
Því mig langað' að upplifa fællesskab
(Chorus)
F# Hm
Það er snilld
E A
Að vera í lýðháskóla
F# Hm E
Það er snilld
Texti og gítargrip lagsins sem Jón Páll samdi:
(Verse)
A F#
Here is music everywhere
Hm E
so I learned to play klaver
A F#
Fékk að spila í hljómsveit
Hm E
det sejeste sem ég veit
A F#
Use my cykel in Aarhus
Hm E
there is Plukken givin' snus
A F#
Ég vil aldrei segja bæ
Hm E
því allir er' að hygge sig – og kalla
(Bridge)
D E
Já hér er stuð, svo komdu með
D E
Þú eignast vini og finnur kærlighed
D E
Ég frétti af þér og tækifærið greip
D E A
Því mig langað' að upplifa fællesskab
(Chorus)
F# Hm
Það er snilld
E A
Að vera í lýðháskóla
F# Hm E
Það er snilld
Jón Páll Magnússon er einn fjölmargra
Íslendinga sem hafa farið í lýðháskóla í
Danmörku. Jón skilaði frumlegri skýrslu
um dvöl sína í skólanum.