Skinfaxi - 01.03.2020, Page 11
S K I N FA X I 11
Verkefnið Sýnum karakter hlaut tæplega
30 milljóna króna styrk úr Erasmus+ styrkja-
áætlun Evrópusambandsins.
„Það er afskaplega mikilvægt fyrir áframhaldandi þróun á árangurs-
ríkri íþróttaþjálfun barna og unglinga hér á landi að rannsaka hvort inn-
gripið virki og þá hvernig,“ segir Hafrún Kristjánsdóttir, deildarforseti
íþróttafræðideildar Háskólans í Reykjavík. Skólinn er samstarfsaðili
að verkefninu Sýnum karakter, sem hefur hlotið tæplega 30 milljóna
króna styrk úr Erasmus+ styrkjaáætlun Evrópusambandsins.
Styrkurinn er til tveggja og hálfs árs og er gert ráð fyrir að haldin
verði námskeið og vinnustofur í hugmyndafræðinni, fyrir þjálfara,
iðkendur og foreldra þeirra sem eru þátttakendur í verkefninu.
Samstarfsaðilar að verkefninu eru ÍSÍ og UMFÍ, ásamt Loughborough-
háskóla í Bretlandi, Háskólanum í Reykjavík, Knattspyrnusambandi
Íslands og Fimleikasambandi Íslands. Aðferðafræðin verður prófuð
meðal 11 til 17 ára iðkenda í tveimur íþróttafélögum, einni deild í knatt-
spyrnu og annarri í fimleikum. Vísindamenn við Háskólann í Reykjavík
og Loughborough-háskóla munu leiða rannsóknarvinnu í tengslum
við verkefnið, og rannsaka áhrif innleiðingarinnar á iðkendur, foreldra
og þjálfara.
Sýnum karakter hefur jákvæð áhrif
á íþróttastarf barna og unglinga
Í nóvember árið 2018 hélt dr. Chris Harwood, íþróttasálfræðingur við Loughborough-háskóla í Bretlandi, fyrirlestur um hugmyndafræðina The 5C´s og
með hvaða aðferðum hægt sé að innleiða aðferðafræðina í íþróttafélög. Vinnustofur voru haldnar í tengslum við heimsókn Harwoods hingað til lands.
Á myndinni má sjá Chris Harwood á námskeiðinu.
Hafrún Kristjánsdóttir, deildarforseti íþróttafræðideildar
Háskólans í Reykjavík.
Hafrún segir styrkinn mjög mikilvægan og að hann muni hafa hafa
jákvæð áhrif á íþróttastarf barna og unglinga.
Ítarlegar upplýsingar: www.synumkarakter.is
Sýnum karakter er sam-
starfsverkefni sem ÍSÍ og UMFÍ
hleyptu af stokkunum í október
2016. Verkefnið snýst um að
þjálfa fimm þætti í sálrænni og
félagslegri færni barna og
unglinga í íþróttum eins og þá
líkamlegu. Þessir þættir eru skuldbinding, samskipti, sjálfstraust,
sjálfsagi og einbeiting, á ensku Commitment, Communication,
Confidence, Self-Control og Concentration. Þetta eru hin svoköll-
uðu fimm C (The 5C´s), en þetta kerfi var upphaflega þróað af
íþróttasálfræðingnum Dr. Chris Harwood við Loughborough-
háskólann í Bretlandi og eru mikil líkindi með því og íslenska verk-
efninu Sýnum karakter.