Skinfaxi - 01.03.2020, Qupperneq 12
12 S K I N FA X I
• Sportabler er sprotafyrirtæki sem stofnað var árið 2017.
• Sportabler hjálpar stjórnendum íþróttafélaga við að skipuleggja
starfið, taka við greiðslum og skráningum og eiga í samskiptum
við þjálfara og foreldra.
• Notendur eru um 70 þúsund.
• Stofnendur eru þeir Markús og Jóhann Ölvir Guðmundsson.
Jóhann býr á Íslandi en Markús er hér með annan fótinn því
að fjölskylda hans býr í Þýskalandi. Viðtalið við Markús var
einmitt tekið þegar hann var nýkominn til Þýskalands fyrir jólin.
Forritarar eru bæði á Íslandi og í Úkraínu.
• Þegar fyrirtækið var að stíga fyrstu skrefin var þarfapíramídi
íþróttastarfsins skilgreindur. Þar kom í ljós að mesta þörfin snýr
að rekstri, skipulagi, umsýslu, innheimtu, stjórnun og samskiptum.
• Markús sagði í samtali við Viðskiptablaðið í október 2020
íþróttahreyfinguna drifna áfram af fólki fullu af eldmóði sem
brenni fyrir íþróttum og vilji hjálpa iðkendum til að komast
hærra og lengra. Á sama tíma einkenni það grasrótarstarfið að
þar sé skortur á fjármagni, tækjum og tólum. „Sjálfboðaliðar,
þjálfarar og starfsfólk eiga það til að hnoðast áfram á grunnþrepi
þarfapíramídans, og þeim tekst því ekki að sinna efri þrepum
eins vel og þau vildu. Keppikefli okkar undanfarin ár hefur því
verið að nýta tæknina og ráðast á margar þær hindranir sem
koma fyrir aftur og aftur og draga úr hraðari framþróun innan
íþróttahreyfingarinnar.“
Framkvæmdastjóri Sportabler segir sameinað lausna-
framboð Sportabler og Nóra geta veitt íþróttafélögum,
sveitarfélögum og háskólasamfélaginu verðmætar
upplýsingar um stöðu íþróttastarfs.
„Við höfum verið að færa stjórnendum íþróttafélaganna þessar fréttir
og fengið gríðarlega góð viðbrögð. Stjórnendur félaganna eru líka
mjög sáttir við að fá eitt gott kerfi til að vinna með,“ segir Markús Máni
Michaelsson Maute, framkvæmdastjóri og annar stofnenda Sportabler.
Fyrirtækin Greiðslumiðlun og Abler hafa náð samkomulagi um að
samtvinna lausnaframboð sitt á sviði hugbúnaðar fyrir íþrótta- og tóm-
stundastarf. Þetta hefur í för með sér að Nórakerfið og Sportabler verða
sameinuð í einu fyrirtæki. Markmiðið er að bæta þjónustu við viðskipta-
vini í einu öflugu þjónustu- og hugbúnaðarfyrirtæki.
Vinna betur saman
Markús segir sameininguna eiga sér þó nokkurn aðdraganda, enda
hafa báðir aðilar lengi vel séð mikil tækifæri í því að starfa saman.
„Við höfum öll mikinn metnað og áhuga á skipulögðu íþrótta- og
tómstundastarfi. Þetta skref gerir okkur kleift að hugsa stærra og þróa
frekari virðisaukandi lausnir til að þjónusta félögin og styðja við það
samfélagslega mikilvæga starf sem unnið er innan hreyfingarinnar á
hverjum degi. Það má einnig segja að á vissan hátt séum við að bregð-
ast við ákalli markaðarins um heilstætt þjónustuframboð og „eitt kerfi“
til að vinna með.
Starfsmenn sameinaðra fyrirtækja munu næstu daga og vikur vinna
að því að samþætta lausnirnar og verða breytingar kynntar síðar.
Sameining opnar mikla möguleika
Markús er mjög spenntur fyrir þessum breytingum.
„Það er gríðarleg reynsla og þekking í Nóra og meðal fólksins sem
að honum stendur – ég hef því verið að meðtaka mikið undanfarna
daga. Fólk er kannski farið að gleyma því hvað Nórakerfið var í raun
mikil bylting fyrir íþróttafélögin þegar skráningarkerfið kom til sögunn-
ar. Með tilkomu Nóra urðu ákveðin vatnaskil í því hvernig skráningar-
og innheimtumálum er háttað hjá íþróttafélögum. Söguleg gögn sýna
að skráningar og tekjur af æfingagjöldum hækkuðu um 15−25% hjá
félögunum eftir að Nóri kom til sögunnar. Þessa auknu tekjur hafa
félögin getað nýtt til rekstrar og fjárfestingu í þjónustu og innviðum,“
segir Markús Máni.
„Við hjá Sportabler höfum lagt áherslu á að þjónusta þjálfara, iðkend-
ur og foreldra með notendavænum lausnum sem tengja hagsmuna-
aðila saman með gagnvirkum snertifleti. Mælingar sýna að appið er í
afar tíðri notkun hjá fólki sem eflir starfsumhverfið til muna. Þessi sam-
eining opnar á ótal möguleika í framtíðinni. Það má áætla að í samein-
Sportabler og Nóri sameinast
í einstökum hugbúnaði
ingu þjónustum við yfir 95% af íþróttaiðkun barna- og unglinga á
Íslandi. Við sjáum mikil tækifæri til að fara dýpra í þjónustuna og verð-
um fær um að veita afar góðar upplýsingar um þróunina í skipulögðu
íþróttastarfi, sem bæði starfsfólk sveitarfélaga, stjórnendur íþrótta-
félaga og háskólasamfélagið getur nýtt sér á marga vegu,“ segir
Markús Máni og hvetur til samvinnu við sem flesta hagsmunaaðila
innan hreyfingarinnar um þetta verkefni.
„Í raun getum við veitt íþróttahreyfingunni og þeim sem vilja rann-
saka stöðuna upplýsingar nokkurn veginn á rauntíma á t.d. nýliðun eða
brottfalli, kallað fram stöðu eftir póstnúmerum og séð til hvaða hópa
þarf að ná betur. Þá getum við líka séð hvað virkar og hvað virkar ekki,
hvaða umgjörð og aðferðafræði heldur iðkendum lengur í íþróttum,
eða hvað kann að leiða til þess að iðkendur hætta. Íþrótta- og tóm-
stundastarf er samfélaginu gríðarlega verðmætt og nú getum við verið
enn gagnadrifnari í allri framþróun, samvinnu og miðlun þekkingar.
Samhliða þessu vinnum við hörðum höndum að nýrri og spennandi
þjónustu sem við munum kynna fyrir félögum á næstu misserum.“
Markús Máni Michaelsson Maute, framkvæmdastjóri Sportabler.
• Nóra-kerfið kom á markað 2011. Það er hannað og smíðað
af starfsfólki með mikla reynslu af starfsemi íþróttafélaga.
• Nóri auðveldar uppsetningu námskeiða, m.a. íþróttafélaga,
og utanumhald um þau, s.s. skráningu þátttakenda, inn-
heimtu gjalda og uppgjör.
• Greiðendur skrá sjálfir allar upplýsingar og ganga frá greiðsl-
um. Hægt er að velja greiðslumáta, þ.e. hvort greitt er með
greiðslukorti eða hvort greiðslukrafa er send í heimabanka.
• Beintenging er við frístundakerfi sveitarfélaga.
• Hægt er að bæta vefsölu við Nóra og selja m.a. fatnað, miða
á leiki og margt fleira.