Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.03.2020, Síða 16

Skinfaxi - 01.03.2020, Síða 16
16 S K I N FA X I Mikilvægi norðurslóða Halla segir störf sín á sviði loftslags- og umhverfismála veki oft upp minningar um Grænlandsförina og eigi eflaust hlut að því að hún vinni núna mikið tengt landinu, með stjórnvöldum jafnt sem stofnunum á Grænlandi. Þá kennir Halla norðurslóðanámskeið við Harvard-háskóla. Hún segir miklar breytingar fram undan þegar hlýnar á svæðinu og hafísinn bráðnar. „Ég held að allir, sem hafa áhuga á framtíð Íslands, ættu að beina sjónum sínum að þessum málaflokki. Við fáum stjórnmálaleiðtoga, fræðimenn og ungt fólk að vettvanginum til að koma saman, skoða málin vel og kynna tillögur að úrbótum,“ segir hún. „Það er mikið að gerast á norðurslóðum og margt sem mun gerast þar í framtíðinni. En ég tók eftir því á sínum tíma að margir voru að vinna að því einir og sér reyna að leysa þau risastóru vandamál sem tengjast loftslagsmálum á norðurslóðum. Þetta voru flest allt litlir aðilar. En þá kom sér vel lærdómurinn frá UMFÍ. Ég stofnaði vettvanginn um norðurslóðir við Harvard til að fá þá sem vinna að málinu að borðinu og stækka þar með hópinn. Þegar margir vinna að sama málinu verður vandamálið líka einfaldara viðfangs og áhrifin meiri. Þetta er alveg sama hugsunin og hjá UMFÍ,“ segir hún. Nú starfa 18 manns í þverfaglegu teymi við miðstöð norðurslóða við Harvard, í samstarfi við háskóla, stjórnvöld og stofnanir um víða ver- öld. Málin eru fjölbreytt og ólík. Meðal þeirra eru breytingar á hafinu vegna loftslagsbreytinga, menning fólks í löndum sem landamæri eiga að norðurslóðum, réttindi frumbyggja, menntun og margt fleira. Að borði norðurslóðavettvangsins koma leiðtogar fjölda sviða, háskóla- nemendur og fleiri, sem tengjast norðurslóðum á einn eða annan hátt, til að leysa málin saman. Lærdómur UMFÍ Halla segir að á þeim stutta tíma sem hún hafi komið að götulista- og trúðanámskeiði UMFÍ á Grænlandi fyrir næstum 20 árum hafi hún lært mikið. Það hafi verið lærdómur til lífstíðar: „Í fyrsta lagi lærði ég að ef maður ætlar að koma einhverju í verk þarf að vinna með mörgum. Gott verk byggir allt á samvinnu margra. Töfrarnir felast síðan ferðalaginu sjálfu,“ segir Halla og bætir við að sig hefði aldrei grunað, þegar hún fór á fyrsta fund sinn með UMFÍ, hvert samtalið gæti leitt hana. „Í þessu tilviki hefur leiðin heldur betur verið góð,“ segir Halla og bætir við að hugsun UMFÍ sé leiðarljós og nýtist vel. „Leikgleðin verður að vera í fyrirrúmi. Maður verður einfaldlega að hafa hjartað á réttum stað og hafa gaman af verkefnunum sem maður vinnur. En þá má líka ekki verða of langt í trúðinn,“ segir Halla Hrund Logadóttir. Úr sveit í stórborg Halla segist ung hafa farið heyrt um Ungmennafélag Íslands og sambandsaðila þess. „Þótt ég sé úr Árbænum var ég alltaf með annan fótinn hjá afa og ömmu í Hörgslandskoti á Síðu. Þar var ég vinnumaður öll sumur til tvítugs. Þarna var það sem ég heyrði ungmennafélagssögurnar enda voru mamma og systir hennar félagar í Ungmennafélaginu Ármanni sem var í USVS (Ungmennasambandi Vestur-Skaftfellinga). Ég hélt alltaf að Ungmennafélag Íslands væri aðeins tengt íþróttum og það var ekki fyrr en ég fór að skipuleggja námskeiðið á Græn- landi að ég komst að því hvað það vinnur á mörgum ólíkum sviðum.“ „Þegar margir vinna að sama málinu verður vandamálið einfaldara viðfangs og áhrifin meiri. Þetta er alveg sama hugsunin og hjá UMFÍ.“

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.