Skinfaxi - 01.03.2020, Blaðsíða 19
S K I N FA X I 19
Stuðningur foreldra mikilvægur
Stuðningur foreldra við almenna hreyfingu og íþróttaiðkun barna
og ungmenna getur verið margvíslegur. Foreldrar hafa mikið um
það að segja hvort börnin þeirra stunda íþróttir eða ekki þar sem
sú félagsmótun sem ungmenni fá í veganesti frá fjölskyldunni hef-
ur áhrif á heilsutengda hegðun barna og ungmenna strax frá unga
aldri. Þannig eru foreldrar fyrirmyndir og ráðgefandi varðandi
það hvers vegna það er mikilvægt að taka þátt í einhvers konar
íþróttaiðkun. Gangi foreldrar aftur á móti of langt í hvatningu
sinni getur hún snúist í andhverfu sína. Þ.e.a.s. ef foreldrar reyna
að upplifa árangur sem þeim tókst ekki að ná sjálfum í gegnum
börnin sín, geta börn litið á iðkun sína sem einhvers konar þving-
un og þannig misst áhugann og hætt þátttöku.
Árangursríkast er ef börn og ungmenni iðka íþróttir vegna
eigin áhuga en ekki foreldra sinna vegna.
Lærdómur af íþróttum er margvíslegur
Þátttaka í skipulögðu íþróttastarfi skapar vettvang fyrir iðkendur
til þess að læra ýmiss konar lífsfærni. Sem dæmi má nefna færni í
að ná markmiðum, eiga samskipti á skilvirkan hátt, leysa vandamál,
takast á við átök, hafa stjórn á tilfinningum sínum, veita og taka á
móti gagnrýni og kunna að hafa hemil á kvíða og streitu. Einnig
tileinka iðkendur sér samvinnu, virðingu og umburðarlyndi gagn-
vart íþróttinni, starfinu og öðrum iðkendum. Þessi færni reynist
einstaklingum mikilvæg í íþróttum sem og í lífinu sjálfu. Þessi svo-
kallaða lífsfærni getur þannig hjálpað einstaklingum að þróa og
styrkja sjálfið sitt á jákvæðan hátt. Sú hæfni að flytja þessa færni
frá íþróttum til annarra félagslegra sviða er líklega eitt mikilvæg-
asta skrefið í átt að jákvæðri þróun ungmenna. Samskipti einstakl-
inga innan jafningjahóps hafa einnig áhrif á félagsmótun vegna
þess að jafningjar taka við af foreldrum sem aðaláhrifavaldar.
íþróttir. Þessu er aftur á móti öfugt farið hjá ungmennum sem æfa
íþróttir utan íþróttafélaga. Þau eru líklegri til að neyta áfengis en þau
sem æfa sjaldnar íþróttir utan íþróttafélaga. Framangreindar niður-
stöður er að finna í könnuninni Ungt fólk. Könnun sem R&g hefur lagt
fyrir alla nemendur í 8.–10. bekk landsins frá árinu 1992.
Notkun rafsígaretta dregst saman
Niðurstöður úr könnun árið 2020 fyrir landið í heild sýna að ölvun síð-
astliðna 30 daga fyrir könnun hefur aukist sem nemur einu prósentu-
stigi og er hlutfallið nú 8%. Hlutfall nemenda, sem reykja daglega og
hlutfall þeirra sem hafa prófað kannabis, stendur í stað milli mælinga
og er nú 4% þegar horft er á landið í heild.
Sérfræðingar hjá R&g hafa síðastliðin misseri vakið athygli fag- og
stefnumótandi aðila á þeirri aukningu í daglegri notkun rafsígarettna
sem sjá mátti í síðustu niðurstöðum. Nýjustu niðurstöðurnar sýna aftur
á móti að töluvert hefur dregið úr notkun rafsígarettna meðal barna í
efstu bekkjum grunnskóla og því ljóst að þegar hlúð er að og skerpt á
verndandi þáttum í nærumhverfi barna skilar slíkt árangri. Þannig var
landshlutfall nemenda, sem höfðu aldrei notað rafsígarettur síðastliðna
30 daga, árið 2018, 86%. Árið 2019 hækkaði það upp í 88% og árið
2020 er hlutfallið komið upp í 90%. Á móti er það áhyggjuefni að hlut-
fall nemenda, sem hafa notað neftóbak eða munntóbak einu sinni eða
oftar síðastliðna 30 daga, er að aukast. Frá árunum 2014–2019 hefur
hlutfallið verið 2%. Árið 2020 er hlutfallið 4% á landsvísu á meðal nem-
enda í 8.–10. bekk.
Fjölskyldur verja meiri tíma saman
Samkvæmt niðurstöðum fyrir árið 2020 hefur samvera foreldra og
barna eftir skóla á virkum dögum og um helgar aukist um 2% miðað
við árið 2018. Það er vissulega mjög jákvæð niðurstaða því að tími,
sem varið er með foreldrum og forráðamönnum, er einn af verndandi
þáttum íslenska forvarnamódelsins.
Meirihluti nemenda í efstu bekkjum grunnskóla metur andlega og
líkamlega heilsu sína mjög góða eða góða. Áhyggjuefni er þó að hlut-
fall þeirra, sem telja andlega heilsu sína slæma hefur hækkað, sé
horft til niðurstaðna fyrri ára. Árið 2016 var hlutfallið 7% sem mátu
andlega heilsu sína slæma. Árið 2018 var hlutfallið 8% og árið 2020
er hlutfallið 9%. Hvort áhrif kórónuveirufaraldursins eigi þar hlut að
máli verður tíminn að leiða í ljós.
Heilbrigður lífsstíll einkennir meirihluta nemenda í efstu bekkjum
grunnskóla á Íslandi. Sem fyrr sýna niðurstöður þó að hlutfall nemenda,
sem fá ekki nægan nætursvefn, hækkar eftir því sem nemendurnir
verða eldri og að sama skapi er neysla orkudrykkja mest meðal nem-
enda í 10. bekk þó að dregið hafi úr slíkri neyslu, samanborið við árið
2018. Jákvætt er að 63% nemenda yfir landið segjast aldrei drekka
orkudrykki.
„Það er svo sannarlega hægt að vera stolt af unga fólkinu okkar í
dag. Það er einfaldlega frábært og stendur sig vel. Niðurstöður sýna,
svo að enginn vafi er á, að skipulagt íþrótta- og tómstundastarf hefur
forvarnagildi.“
Margrét Lilja Guðmundsdóttir, sérfræðingur hjá R&g.